fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

Sjálfstæðismenn afar óhressir – „Brýnt að við bregðumst við vandanum strax“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 11:42

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir þeirra stóðu til um.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum vegna neyðarfundar borgarráðs í gær.

Í tilkynningunni segir að ummæli formanns velferðarráðs Reykjavíkur, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, í morgunþætti Rásar tvö hafi ekki gefið góð fyrirheit fyrir fundinn.

„Þar lýsti hún yfir skilningsleysi á málefnum heimilislausra og taldi að fundurinn myndi ekki skila neinu. Hins vegar var það áhugavert að meirihlutinn í borgarstjórn fékkst líklega í fyrsta skipti til að viðurkenna að það er brýnn húsnæðisvandi í Reykjavík.“

Í tilkynningunni er bent á að flestum tillögum stjórnarandstöðuflokkanna á fundi borgarráðs í gær hafi annað hvort verið vísað annað, frestað eða felldar.

„Tillögurnar sneru hvoru tveggja að því að leysa bráðavanda húsnæðislausra og leysa vandann til framtíðar. Að sögn Eyþórs Arnalds mun stjórnarandstaðan fylgja tillögum sínum fast eftir á haustmánuð.“

Bent er á að tvær tillögur af ellefu, sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðunni, hafi verið samþykktar. Önnur tillagan kveður á um að komið verði á færanlegu húsnæði fyrir neyðarúrræði og hin tillagan snýr að því að greina væntingar og þarfir einstaklinga sem eru í húsnæðisvanda í borginni.

„Það er afar brýnt að við bregðumst við vandanum strax og komum upp færanlegu húsnæði hið fyrsta, s.s. smáhýsum fyrir ólíka hópa húsnæðislausra til bregðast við neyð heimilislausra á meðan verið er að finna varanlegar lausnir, hvort heldur sem það eru einstaklingar eða fjölskyldur,“ segir Eyþór Arnalds í tilkynningunni.

Meirihlutinn í borgarstjórn ætlar augljóslega að varpar ábyrgðinni af aðgerðarleysi borgarinnar síðustu árin áfram yfir á ríkið og önnur sveitarfélög eins og tillögur þeirra í borgarráði í gær báru með sér. Að mati borgráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er kominn tími til að borgin axli sjálf ábyrgð á hlutverki sínu í húsnæðismálum fremur en að benda á aðra eins og fram kemur í bókunum stjórnarandstöðuflokkanna í fundargerð.

Að sögn Eyþórs þarf að taka bæði á bráðavandanum og langtímalausnum en það felur meðal annars í sér að byggt verði á hagkvæmum svæðum.

„Lausnin  til framtíðar er nægt framboð lóða á hagstæðum svæðum Í Reykjavík.  Það tel ég vera lykilatriði í átt að lausn þannig að fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Þetta er einn liður í því að lækka húsnæðiskostnað,“ segir Eyþór.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum