Eyjan

Háskólinn á Akureyri kallar eftir svörum – Þurfa 50 ný stöðugildi

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 12:10

Mynd: Unak.is

Háskólinn á Akureyri hafði 193 starfsmenn í 180 stöðugildum á liðnu ári og þarf að auka þann fjölda í 230 ef skólinn á að sinna námi nemenda með sambærilegum hætti og gert er á öðrum Norðurlöndum. Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson rektor háskólans á Akureyri í samtali við staðarblaðið Vikudag.

„Ákall okkar til stjórnvalda er því skýrara en nokkru sinni fyrr, við þurfum að fá við því svör hversu marga nemendur skólinn fær greitt fyrir að mennta og hvert framlag sé á hvern og einn nemenda,“ segir Eyjólfur í samtali við Vikudag.

Hann kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum sem hann segir vera með boltann. „Það gefur auga leið að aukið fé til háskóla á hvern nemenda hefur í för með sér að unnt er að ráða inn fleira starfsfólk, bæta aðstöðu nemenda til náms sem og einnig aðstöðu starfsfólks til að sinna bæði kennslu og rannsóknum. Við þetta þurfa stjórnvöld að glíma, boltinn er hjá þeim,“ segir Eyjólfur.

Umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri fyrir skólaárið 2018/2019 slógu öll fyrri met og var endanleg tala umsókna 2083.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum