fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Háskólinn á Akureyri kallar eftir svörum – Þurfa 50 ný stöðugildi

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 12:10

Mynd: Unak.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólinn á Akureyri hafði 193 starfsmenn í 180 stöðugildum á liðnu ári og þarf að auka þann fjölda í 230 ef skólinn á að sinna námi nemenda með sambærilegum hætti og gert er á öðrum Norðurlöndum. Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson rektor háskólans á Akureyri í samtali við staðarblaðið Vikudag.

„Ákall okkar til stjórnvalda er því skýrara en nokkru sinni fyrr, við þurfum að fá við því svör hversu marga nemendur skólinn fær greitt fyrir að mennta og hvert framlag sé á hvern og einn nemenda,“ segir Eyjólfur í samtali við Vikudag.

Hann kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum sem hann segir vera með boltann. „Það gefur auga leið að aukið fé til háskóla á hvern nemenda hefur í för með sér að unnt er að ráða inn fleira starfsfólk, bæta aðstöðu nemenda til náms sem og einnig aðstöðu starfsfólks til að sinna bæði kennslu og rannsóknum. Við þetta þurfa stjórnvöld að glíma, boltinn er hjá þeim,“ segir Eyjólfur.

Umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri fyrir skólaárið 2018/2019 slógu öll fyrri met og var endanleg tala umsókna 2083.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus