fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur Birgis um Bjarna Ben: „Grátbroslegt að fjármálaráðherra skuli hafna sumum af þessum hugmyndum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 14:00

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir engan vilja hjá Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, um að gera kerfisbreytingar í ætt við þær sem forkólfar verkalýðshreyfingarinnar hafa kallað eftir og Eyjan hefur greint frá.

Bjarni undraðist tal verkalýðshreyfingarinnar í Morgunblaðinu, líkt og Eyjan greindi frá í morgun, sagði kröfur hennar undarlegar og með ólíkindum. Þá sagði hann svigrúm til launahækkana lítið sem ekkert.

 

Grátbrosleg höfnun Bjarna

Vilhjálmur segir höfnun Bjarna á hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar grátbroslega, þar sem vikið er að þeim í stjórnarsáttmálanum:

„Það lítur út fyrir að fjármálaráðherra hafni öllum þessum hugmyndum okkar um kerfisbreytingar í þágu almennings og það er algjörlega grátbroslegt að fjármálaráðherra skuli hafna sumum af þessum hugmyndum í ljósi þess að um þessi atriði er getið í stjórnarsáttmálanum.

En í þessari frétt segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að hann gefi lítið fyrir fullyrðingar verkalýðsleiðtoganna um róttækar aðgerðir, eins og afnám verðtryggingar, lækkun vaxta og að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni ef flest þessi atriði eru í stjórnarsáttmálanum!“

 

Einráður í ríkisstjórn

Segir hann Bjarna einráðan í ríkisstjórninni:

„Það er morgunljóst að það stefnir í gríðarleg átök á vinnumarkaði enda virðist ekki neinn vilja vera að finna hjá fjármálaráðherra um að vinna að kerfisbreytingum þar sem hagsmunir almennings verði teknir framyfir hagsmuni fjármálakerfisins. Það virðist vera eins og fjármálaráðherra sé sem nánast einn í þessari ríkisstjórn, allavega ræður hann öllu sem hann vill ráða!“

 

Róttækar kerfisbreytingar

„Eins og ég hef áður sagt þá telja formenn Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar, VR og Framsýnar að það þurfi að koma til róttækar kerfisbreytingar af hálfu stjórnvalda samhliða komandi kjarasamningum. Kerfisbreytingar þar sem hagsmunir almennings og lágtekjufólks verði hafðir að leiðarljósi en ekki hagsmunir auðvaldsins og fjármálafyrirtækja.

Þessar kerfisbreytingar sem við höfum verið að kalla eftir lúta að afnámi verðtryggingar, lækkun vaxta, að húsnæðisliðurinn fari úr lögum um vexti og verðtryggingu. Einnig að skattbyrgði milli -og lágtekjufólks verði lækkaðir með hækkun persónuafsláttar og einnig þarf að koma böndum á þá græðgisvæðingu sem er að eiga sér stað á leigumarkaðnum. Það liggur einnig fyrir að lagfæra þarf skerðingarhlutfall barnabóta sem hafa dregist gríðarlega saman á liðnum árum sökum þessa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt