fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Samfélagsmiðlar næra ótta og öryggisleysi – þótt staðreyndir segi allt aðra sögu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið rannsóknarefni hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á það hvernig við upplifum heiminn og bregðumst við honum. Þeir magna til dæmis upp þá tilfinningu að veröldin sé óreiðukennd og fjarskalega óörugg. Að í raun sé allt komið á heljarþröm.  Og þannig eiga samfélagsmiðlarnir stóran þátt í hvernig öfgar hafa aukist í stjórnmálum. Vöxt samfélagsmiðlanna bar líka upp á sama tíma og erfið efnahagskreppa gekk yfir mestallan heiminn. Þeir hafa reynst vera farvegur fyrir samsæriskenningar, það sem kallast falskar fréttir, fordóma og hatur. Hlutir sem þóttu ekki viðeigandi í opinberri umræðu fyrir ekki alllöngu eru nú orðnir nánast sjálfsagðir.

Styrmir Gunnarsson spyr í ágætum pistli hvers vegna kynþáttahatur færist aftur í aukana í veröldinni.

Hvað hefur gerzt? Við héldum, að aukin upplýsing, aukin menntun og aukin samskipti, sem sýna fólki og sanna, að þeir, sem koma úr annarri átt eða eru með annan hörundslit eru bara venjulegt fólk eins og við hin, mundi draga úr fordómum. Hvað veldur því að allt annað er að gerast?

Eins og ég segi hér að ofan eiga samfélagsmiðlar mikla sök. Þeir draga líka þróttinn úr alvöru fjölmiðlum sem hafa annað hvort lagt upp laupana eða eru ekki nema svipur hjá sjón frá því sem var fyrir áratug eða svo. Facebook og Twitter fénýta efni sem verður til á blöðum, í útvarpi og sjónvarpi. Því er deilt á samskiptamiðlum sem hirða svo auglýsingatekjurnar. Og í flaumnum á samskiptamiðlunum verður allt einhvern veginn jafngilt, jafnrétthátt, hin vandaða fréttaskýring, efni sem byggir á mikilli heimildavinnu, djúphugsaðar greinar – allt er þetta þarna í bland við fölsku fréttirnar, áróðurinn, samsæriskenningarnar, hluti sem eru beinlínis settir á samfélagsmiðlana til að rugla og blekkja. Hraðinn í þessum samskiptum er líka slíkur að veldur ótta og kvíða meðal notendanna. Það er hvergi tækifæri til að staldra við og hugsa eða öðlast alvöru skilning. Miðlarnir eru komnir langt fram úr því sem mannshugurinn ræður við varðandi áreiti og hraða. Það er til dæmis engin tilviljun að geðræn vandamál fara mjög vaxtandi meðal ungs fólks sem elst upp við notkun snjallsíma og samskiptamiðla.

Kannski er smá huggun í því að Facebook og Twitter hafa undanfarið hrapað í verði á hlutabréfamarkaði. Aukingin á notendum hefur ekki verið jafnmikil og búist var við. Starfsemi á þessu byggir á stanslausum vexti; annars er hún í vandræðum. Stoofnandi og aðaleigandi Facebook, Mark Zuckerberg, virðist yfirleitt úti á þekju þegar hann er spurður um samfélagsleg áhrif fyrirtækis síns – sem nú telur sig hafa tvo milljarða notenda. Þetta er reyndar illskiljanlegt fyrir flesta – en til Zuckerbergs þarf að gera meiri kröfur. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta gengur allt út á peninga – hugsjónir sem blaðamennska til dæmis byggir á eru á bak og burt. Facebook hefur varla nein siðferðisviðmið – nema þá að fjarlægja konubrjóst ef þau birtast á einhverri síðu.

Það var þó tilkynnt að í dag að Facebook hafi lokað 50 gervireikningum, einn hafi verið notaður af 290 þúsund manns. Það mun vera erfitt að greina hverjir eru stofnendur þessara reikninga, en talið er að þeir hafi verið ætlaðir til þess að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Þetta hefur gerst eftir að Zuckerberg er beittur miklum þrýstingi.

Ég byrjaði greinina á að tala um þá útbreiddu tilfinningu að allt sé að fara til andskotans, að ástand heimsins sé mjög viðsjárvert. Það er til dæmis mikið talað um að í Svíþjóð sé allt á hverfanda hveli vegna glæpa og ofbeldis – sem er gjarnan tengt við innflytjendur. En hér er frétt sem segir allt annað. Hún birtist í Sveriges Radio, sænska útvarpinu. Þarna segir að líkur á að verða fyrir ofbeldi hafi sögulega aldrei verið lægri í Svíþjóð en nú. Íbúar landsins lifi lengra og heilbrigðara lífi en nokkru sinni fyrr. Samt telji meirihluti Svía að afbrotum fari fjölgandi og lífið sé ótryggara. Þannig upplifir fólk það. Það segir ekki í greininni, en í raun er engin skýring nærtækari en samfélagsmiðlarnir sem næra óttann og öryggisleysið.

Það tekur sjálfsagt enginn eftir þessu. Og þeir sem sjá það verða búnir að gleyma eftir hálftíma. Eða þá að einhver kemur með falska frétt, staðhæfingu eða upphrópanir sem leiða umræðuna út um víðan völl og út í móa – þangað til enginn er nokkru nær. Og eins verður með þessa grein sem ég auðvitað deili á Facebook – þar á ég varla annars völ fremur en aðrir fjölmiðlamenn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna