fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarnason um verkalýðshreyfinguna: „Ekki um raunverulega baráttu fyrir bættum kjörum að ræða heldur valdabaráttu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að allar yfirlýsingar forystumanna launþega, það er verkalýðshreyfingarinnar, mótist af þeirri valdabaráttu sem hafin sé í tilefni af forsetakjöri ASÍ þann 24. október.

„Valdabaráttan vegna 43. þings ASÍ 24. til 26. október mótar allar yfirlýsingar forystumanna launþega.“

Björn rifjar upp orð Drífu Snædal, framkvæmdarstjóra Starfsgreinasambandsins, um að undirbúningur kröfugerðar sé hafinn vegna komandi kjarasamninga. Þá minnist Björn á að Drífa sé líkleg til framboðs í forsetakjöri ASÍ.

Hann greinir einnig frá orðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem sagði að kjaraviðræður ættu ekki að snúast um sífellda kröfugerð á stjórnvöld.

Forkólfar verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt að hugmyndir þeirra um kerfisbreytingar séu þær sömu og kveðið sé á um í stjórnarsáttmálanum og því séu orð Bjarna grátbrosleg.

Slíkt tal segir Björn Bjarnason að sé valdabarátta sem tengist forsetakjöri ASÍ

„Þetta má eins og áður sagði rekja til þess að barátta forystumanna launþegahreyfingarinnar snýst ekki um að sanna að vel hafi til tekist heldur um meting milli launþegahópa. Þarna er ekki um raunverulega baráttu fyrir bættum kjörum að ræða heldur valdabaráttu sem nær hámarki á 43. þingi ASÍ sem haldið verður 24. til 26. október 2018. Sé látið undir höfuð leggjast að hafa 43. ASÍ-þingið inni í myndinni þegar rætt er við forystumenn launþega um þessar mundir er aðeins hálf sagan sögð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun