fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni Ben: „Svigrúm til launahækkana er orðið lítið sem ekkert“ – Segir kröfur verkalýðsleiðtoga „með ólíkindum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 10:16

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gefur lítið fyrir fullyrðingar verkalýðsleiðtoganna um róttækar aðgerðir, eins og afnám verðtryggingar, lækkun vaxta og að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Hann segir við Morgunblaðið að þetta sé gamalkunnugt stef:

„Það er auðvitað gamalkunnugt stef að aðilar vinnumarkaðarins vilja seilast sífellt lengra inn í ákvarðanir sem heyra undir þing og ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn hefur lýst yfir eindregnum vilja og sýnt það í verki að menn vilja eiga þetta samtal. En menn láta ekki segja sér fyrir verkum. Fæstar af þessum yfirlýsingum snúa að því sem á að ræða við samningaborðið. Kjaraviðræður á almenna markaðnum snúast um kaup og kjör en eiga ekki að snúast um sífellda kröfugerð á stjórnvöld. Þessi ríkisstjórn hefur átt í ágætis samtali við aðila vinnumarkaðarins og efnt til fjölda funda á þessu ári. Mér hefur heyrst hafa verið ágætis tónn í því samtali. Ég hef fulla trú á að það skili árangri,“

segir Bjarni og vísar í stjórnarsáttmálann sem taki á þessum málum. Hann segir að ekki eigi að efna til ófriðar fyrirfram, honum þykir sá tónn undarlegur:

„Ríkisstjórnin er með áform um að lækka skatta og taka til endurskoðunar samspil skatta og bótakerfa. Um það er fjallað í stjórnarsáttmálanum með sérstakri vísun til þess að það þrengi núna að samkeppnishæfni landsins og svigrúm til launahækkana sé minna en fram til þessa. Ég held að reynslan sýni að það er farsælast fyrir alla að fara inn í kjaralotu með bjartsýni á góða niðurstöðu og sátt en ekki að efna til ófriðar fyrir fram. Ég tel að það sjái það nú allir sanngjarnir menn að okkur hefur tekist núna á síðustu fimm árum að auka kaupmáttinn verulega. Það er mikið fagnaðarefni fyrir alla, þar með talið fyrir talsmenn launþegahreyfingarinnar, og maður saknar þess stundum í þeirra tali að menn eigni sér eitthvað af þeim mikla árangri sem hefur náðst á undanförnum árum. Hann er sögulega gríðarlegur en tónninn er eins og hér hafi verið mikil kjaraskerðing, að allt sé í uppnámi og þolinmæðin sé á þrotum. Ég verð að segja að það er undarlegt að heyra þennan tón.“

 

Tryggingargjaldið lækki í skrefum

 „Ég sé fyrir mér lækkanir á tryggingagjaldi í skrefum strax um næstu áramót og svo aftur ári síðar. Síðan stendur yfir vinna – við ræðum um það í stjórnarsáttmálanum – við að lækka neðra skattþrepið. Það mun sömuleiðis gerast í áföngum á kjörtímabilinu en við viljum huga vel að þessu samspili bótakerfanna og skattþrepanna,“

segir Bjarni og fullyrðir að kjaraþróun hafi aldrei verið jákvæðari og síðustu misseri:

 „Þrátt fyrir alla óánægjuna, verkföllin og allar þessar stóru yfirlýsingar hefur kjaraþróunin í landinu sjaldan verið jafn jákvæð og þessi misseri. Og nú ríkir mikill stöðugleiki. Ég hefði haldið að menn gætu orðið a.m.k. sammála um að þá góðu stöðu þyrfti að verja og viðhalda þeim stöðugleika sem við njótum í dag.“

 

Lítið svigrúm til launahækkana

Bjarni tekur undir orð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, að nú sé lítið svigrúm til launahækkana:

„Það eru engin tíðindi fyrir mig. Og rataði beint í stjórnarsáttmálann þegar ríkisstjórnin var mynduð. Það liggur fyrir, og hefur legið lengi fyrir, að svigrúm til launahækkana er orðið lítið sem ekkert. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld geta liðkað fyrir með þeim aðgerðum sem ég hef verið að nefna. Það er auðvitað með ólíkindum að heyra verkalýðsleiðtoga að því er virðist tala gegn betri vitund um að það sé svigrúm á almenna markaðnum til tuga prósenta launahækkana – kannski 20- 30% launahækkana – og af því að það hafi ekki skilað verðbólgu í fortíðinni muni það ekki gera það í framtíðinni. Það er mjög undarlegt að hlusta á svona tal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus