fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

„Miklar líkur á að það stefni í mjög hörð átök á íslenskum vinnumarkaði“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. júlí 2018 10:35

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt er við þrjá verkalýðsleiðtoga í Morgunblaðinu í dag um þann erfiða vetur sem er í vændum, en eftir rúma 100 daga renna kjarasamningar verka- og verslunarfólks út. Sammælast þeir um að erfið staða sé uppi, en formaður Samtaka iðnaðarins talaði nýlega um að verðhækkanir væru í vændum hjá fyrirtækjum til að koma til móts við miklar launahækkanir.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, segir horfurnar ekki góðar:

„Þetta lítur alls ekki vel út og nægir að nefna í því samhengi að fólk úr efri lögum samfélagsins hefur verið að fá launahækkanir sem nema 45% og upp í 56% á einu bretti, upphæðir sem nema allt að 1,2 milljónum. Hvernig eigum við í verkalýðshreyfingunni að fara inn í kjaravetur með þessi skilaboð frá þessum aðilum? Það eru miklar líkur á að það stefni í mjög hörð átök á íslenskum vinnumarkaði strax í byrjun næsta árs ef við sjáum ekki til lands fyrir þann tíma. Það er gífurlega erfiður vetur framundan.“

Gömul saga og ný

Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ, segir óskiljanlegt að nú sé farið í hækkun vöruverðs, þó svo krónan hafi styrkst:

„Við gerðum kjarasamning við fyrirtækin árið 2015, það var gert við aðstæður sem reyndust fyrirtækjunum býsna vel og þau fengu ágætis afkomu í kjölfarið. Það er ekki eins og það hafi reynt mikið á þau. En þá eiga fyrirtæki ekki að spyrna við fótum með því að hækka verð á vöru, þá hlýtur samkeppnisstaðan að versna enn meira. Þetta er gömul saga og ný í efnahagsmálum á Íslandi – að krónan hefur verið látin styrkjast mikið, en sjaldnast er hægt að rekja það til kjarasamninga.“

Barlómurinn byrjaður

Formaður Rafiðnaðarsambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, segir að sambandið muni horfa til þeirra launahækkana sem kjararáð hefur úrskurðar um, í komandi kjarasamningum:

„Þeir hafa sett línurnar, ef að fólk sem er í efsta stigi launaþrepsins getur fengið 45%, af hverju ekki aðrir? Þessi barlómur um erfiða stöðu fyrirtækja byrjar þegar kemur að því að gera nýja kjarasamninga og þessi taktík er notuð til að reyna að slá á væntingar fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands