fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hið gríðarlega aðdráttarafl Evrópu

Egill Helgason
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópa er mjög eftirsóknarverður staður. Heimsálfa, en frekar smá miðað við hinar. En með ótal merkilegum og fallegum borgum, langri sögu og fjölbreyttri náttúru. Flóttamenn víða að reyna að komast til Evrópu og það hefur valdið miklu uppnámi í stjórnmálalífi álfunnar – langt umfram það sem tilefni er til. Og svo hefur ferðamannastraumur til Evrópu aldrei verið meiri. Það ber náttúrlega vott um að ástandið í veröldinni er nokkuð gott miðað við oft áður, almennt ríkir friður og það er víðast ágætis gangur í efnahagslífinu. Og ferðalög eru í tísku – á fáum áratugum hefur orði sú gjörbreyting að flugfélög sem bjóða miklu lægri fargjöld en áður fljúga milli landa og heimsálfa. Sumpart eru það markaðslögmálin sem eru þarna að verki en sumpart er ástæðan sú að losað hefur verið um regluverk í kringum leyfi til að fljúga. Þar á Evrópusambandið sinn þátt.

Í heiminum er gríðarleg aukning í ferðamennsku, við Íslendingar erum ekki einir um að taka eftir því. Frakkland er það land í heiminum þangað sem koma flestir ferðamenn. Spánn er nú í öðru sæti, en þar voru Bandaríkin áður. Fjölgun ferðamanna hefur ekki skilað sér þar, þeim hefur þvert á móti fækkað og er alþjóðlegu viðhorfi til Trumpstjórnarinnar meðal annars kennt um.

Í bandaríska tímaritinu Time má lesa grein þar sem segir að Evrópumenn græði milljarða á túristum, en sé nú að vísa þeim burt. Þetta er nokkuð ofmælt, en rétt er að sumir staðir eru að verða óbærilegir vegna ferðamennsku. Barcelona á Spáni. Róm, Flórens og Feneyjar á Ítalíu. Santorini í Grikklandi. Prag í Tékklandi. Ákveðin hverfi í París. Suma af þessum stöðum finnst manni nánast tilgangslaust að heimsækja núorðið. Rithöfundurinn Michel Houellebecq spáði því í skáldsögunni Kortið og landsvæðið að þegar liði á öldina yrði gamla Evrópa eins og þemagarður fyrir kínverska ferðamenn. Íbúarnir myndu ekki hafa það skítt eða neitt þannig – þeir myndu lifa ágætu lífi en umhverfið yrði kannski ekkert sérlega skapandi. Þeir yrðu sjálfir eins konar safngripir.

En það er í sjálfu sér enginn heimsendir þótt það sé núningur milli túrisma og heimamanna vegna fjölgunar veitingahúsa, skemmtiferðaskipa eða aukningar í ferðamannagistingu. Ferðamenn mega vita að þegar þeir koma til staða þar sem ágangur túrismans er of mikill eiga þeir á hættu að mæta viðmóti sem er vélrænt og kannski ekki sérlega vingjarnlegt. En á tíma þegar er í tísku að tala illa um Evrópu, eins og hún sé á valdi hnignunar, er merkilegt að sjá að tölurnar um ferðir fólks segja allt annað – Evrópa hefur þvert á móti gríðarlegt aðdráttarafl.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?