fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Forn og alþýðleg byggingalist

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. júlí 2018 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég birti myndina hér að ofan á Facebook um daginn og hún vakti talsverða athygli. Einhver sagði að þetta væri eins og úr Kardimommubænum, annar sagði að hann vildi fá að búa í þessu rými alla tíð. Myndin er úr Kastró-hverfinu á Folegandros. Ég tók hana ekki, það skal viðurkennt, heldur kemur hún af heimasíðu bæjarstjórans.

Kastró þýðir kastali. Svona kastalahverfi er að finna á mörgum grískum eyjum. Þau hafa byggst í kringum kastala eða virki sem yfirleitt voru reist af Ítölum. Umsvif ítölsku borganna, helst Feneyja og Genóa, voru mikil á grísku eyjunum á síðmiðöldum. Ítalirnir voru kaupmenn, peningamenn og hermenn. Herradæmi þeirra var kannski ekkert frábært fyrir eyjaskeggja, þeir heimtuðu sína skatta, en á móti gáfu þeir íbúunum vissa vernd fyrir árásum sjóræningja sem voru tíðar og skelfilegar. Það kom fyrir að allir íbúar eyja eins og Folegandros voru teknir og seldir í þrældóm.

Inni í ljósmyndinni eru margar smámyndir. Karlinn á bekknum, kötturinn á götunni, þvotturinn á snúrunni, konan sem situr á dyrunum, vaskafatið. Þetta virkar á mann eins og fyrirmyndar friðsælt líf og ég get vottað það að þetta hverfi er einstaklega þokkafullt. En það er gamalt. Uppruna þess segja menn að megi rekja aftur á þrettándu öld, hverfið hefur verið að byggjast upp smátt og smátt síðan þá. Inn í veggina sums staðar eru greiptar lágmyndir úr marmara sem eru líklega enn eldri.

Þarna er byggt í hinum hefðbundna stíl Hringeyjanna (Kyklades). Íhaldssemi í byggingalist er mikil á þessum slóðum. Það er beinlínis bannað að reisa hús sem eru í ólíkum stíl. Þau myndu strax skemma heildarmyndina. Á Folegandros, rétt utan við bæinn er eitt hús í klassískum ítölskum stíl, reist undir lok 19. aldar. Það er herragarður þess tíma.

Frægasta dæmi um Hringeyjaarkítektúrinn er Mýkonos. Hinn áhrifamikli arkitekt Le Corbusier stúderaði hann og sagði eitthvað á þá leið að þarna væri eitt af undrum byggingalistarinnar í heiminum – en sem á engan höfund. Tilgangurinn með því hvernig Mýkonos byggðist var einmitt að rugla sjóræningja – þess vegna er einstaklega villugjarnt í Mýkonosbæ, hann er nánast eins og völundarhús. Svo skapa þessir þéttbyggðu bæir líka skjól bæði fyrir sól og vindi  – það er furðu vindasamt á þessu svæði í Eyjahafinu.

Gömlu húsin í Kastró hafa mörg hver verið gerð fallega upp. Önnur eru enn í niðurníðslu. Þessi hús þurfa viðhald og sums staðar er erfitt að koma við nútímaþægindum. En þarna býr fólk og það er gaman að fylgjast með lífi þess. Reyndar sá ég í pósti frá bæjarstjóranum nýskeð að hann teldi að þann dag væru 4000 manns á eyjunni. Hápunktur ferðamannatímans er núna, seinnipartinn í júlí og fyrrihluta ágúst. Í sumarhitum er alltaf einhver gola á Hringeyjunum,  vindar og hafstraumar valda því að sjórinn er alltaf frískandi. En þegar ferðamennskan tekur allt yfir er ágætt að vera annars staðar.

Hér eru svo tvær aðrar myndi úr Kastró. Annars vegar mynd sem einn vinur minn tók þegar blóðmáninn svokallaður var á lofti um daginn. Og svo er götumynd í glampandi sól.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna