fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Stórdönsk hegðun Kjærsgaard, meginsjónarmið í stjórnmálum og Overton-glugginn

Egill Helgason
Laugardaginn 28. júlí 2018 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar í danska dagblaðið Information, um komu danska þingforsetans Piu Kjærsgaard til Íslands. Hann segir að Kjærsgaard hafi hegðað sér á Íslandi eins og það sem kallaðist á árum áður „stórdani“. Hún fór að siða Íslendinga til og talaði um að þeir væru ekki nógu vel siðaðir.

Þegar verið sé að halda upp á afmæli þess að Íslendingar komu sér undan dönsku valdi, þá sé Kjærsgaard ekki sérlega góður fulltrúi þjóðar sinnar. Það sé ekki annað en viðeigandi að gefa Dönum það til kynna.

Það sé líka heldur óþægilegt þegar Kjærsgaard tali um Íslendinga sem sérstaka vörslumenn hins norræna anda – úr muni hennar hljómi það öðruvísi en þegar einhver réttur og sléttur Preben eða Karen segi það. Allt sem Kjærsgaard segir öðlist ákveðna merkingu í ljósi fyrri orða hennar og athafna.

Björn Bjarnason skrifaði grein um komu Kjærsgaard á vef sinn. Hann talar um skort á umburðalyndi fyrir skoðunum annarra og tilraunir til að þagga niður í einstaklingi sem pólítísk öfl hér á landi eru sammála. En svo skrifar Björn þessa athyglisverðu málsgrein:

Sjónarmið sem hún boðar í útlendingamálum voru fyrir nokkrum árum kennd við öfgaskoðanir. Þau eru nú viðurkenndur hluti meginsjónarmiða í evrópskum stjórnmálum.

Til er hugtakið Overton-glugginn, kennt við stjórnmálafræðinginn Joseph Overton. Það greinir hvaða skoðanir eru viðurkenndar í opinberri umræðu. Við sjáum hvernig Overton-glugginn hefur verið að færast á síðustu árum. Það er ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla, en stjórnmálamenn eins og Kjærsgaard hafa átt mikinn þátt í því.  Hatursfull sjónarmið ryðja sér rúms og verða meira áberandi en áður, öfgarnar magnast – hið opna og frjálslynda lýðræðissamfélag á í vök að verjast.

Ber okkur ekki að sporna við því?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna