fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Vandi sauðfjárræktarinnar, jarðakaup erlendra auðmanna – og málverkin hans Stefáns

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru liðin hundrað og tíu ár frá fæðingu listamannsins og lífskúnstnersins Stefáns Jónssonar frá Möðrudal. Vinur minn, Egill Eðvarðsson, gerði um hann frábæra heimildarmynd. Hann var æskuvinur Sigurveigar konu minnar –aldursmunurinn var talsverður en Stefán var fastagestur í Skeifunni sem foreldrar hennar ráku og Sigurveig segist hafa reynt að segja honum til í teikningu.

En Stefán fór sínar eigin leiðir í listinni, málaði heiminn eins og hann sá hann – og sérstaklega þó æskustöðvarnar norður í Möðrudal. Kindur, hross og hið heilaga fjall Herðubreið.

Hanna G. Sigurðardóttir smellti af þessari mynd af einu af verkunum í Hofi. Þetta er Stefán eins og hann gerist bestur og sérstæðastur. Þarna sjáum við fé renna af fjalli. Við sjáum hverja kind greinilega, það er ekki af og frá að Stefán hafi kunnað að nefna þær.

Á sama tíma er verið að ræða enn einu sinni um vanda sauðfjárræktarinnar. Komin er út skýrsla frá KMPG þar sem segir að þurfi að fækka sláturhúsum og draga úr framleiðslu. Það eru engin gleðitíðindi. Innanlandsmarkaðurinn er sagður vera mettur og það borgi sig ekki að framleiða kindakjöt til útflutnings.

Svo er ein stór þversögn. Sauðfjárræktin er ríkisstyrkt í bak og fyrir. En á sama tíma eru útlendir auðmenn að kaupa upp jarðir á Íslandi í stórum stíl. Ekki síst á miklum sauðfjárræktarsvæðum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka