fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hannes Hólmsteinn kemur Davíð til varna: „Ótrúleg árás á tjáningarfrelsi. Ekki byrjar það vel hjá þessu unga fólki.“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. júlí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fjallað hefur verið um, var Davíð Snæ Jónssyni vikið úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, hvar hann gegndi formennsku, af framkvæmdarstjórn félagsins, fyrir greinarskrif sín um kynjafræði. Hafði stjórn sambandsins áður bannað Davíð að birta greinina, þar sem hún gengi gegn stefnu félagsins um kynjafræði.

Davíð varð spurn í grein sinni, hvort ekki ætti að gera Marxísk fræði að skyldufagi í skólum, fyrst pólitísk hugmyndafræði væri kennd þar á annað borð, í formi kynjafræði, sem hann segir pólitíska innrætingu.

Sjá frétt: Davíð Snær rekinn sem formaður vegna skrifa um kynjafræðslu
Sjá frétt: Davíð Snær tekur til varna: „Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini“

 

Árás á tjáningarfrelsið

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, styður sinn mann Davíð í málinu, en Davíð segist á Facebooksíðu sinni styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Hannes segir brottvikningu Davíð vera árás á tjáningarfrelsið:

„Ótrúleg árás á tjáningarfrelsi. Ekki byrjar það vel hjá þessu unga fólki.“

 

Þá hefur Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, sagt á samfélagsmiðlum að upplýsingum hafi verið haldið frá honum þegar ákvörðunin um brottvikninguna var tekin:

„Hér gleymist að taka fram að upplýsingum var haldið frá mér, sitjandi gjaldkera félagsins. Ákvörðun þessi var tekin löngu áður en ég fékk eitthvað með hana að segja.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki