fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Goðsögn sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga – David Crosby heldur tónleika á Íslandi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur á með alls kyns tónleikahaldi á Íslandi þessa dagana – sem er náttúrlega bara gleðilegt. En einn þeirra sem er að koma hingað að spila og syngja fyrir Íslendinga verður að teljast algjör goðsagnapersóna. Það er David Crosby sem heldur tónleika í Háskólabíói 23. ágúst ásamt hjómsveit – eða vinum sínum eins og það er orðað á miðasöluvefnum Tix.

Crosby á langan feril að baki. Hann var meðlimur í The Byrds sem var ein helsta hljómsveit bítlatímans í Bandaríkjunum og átti smelli sem fóru í efstu sæti vinsældalistans. Eftir Byrds stofnaði Crosby eina frægustu hljómsveit popp- og rokksögunnar ásamt félögum sínum, það var Crosby, Stills & Nash, en stundum var líka Neil Young með. Eftir að Bítlarnir hættu 1970 var CSN&Y ein allra vinsælasta hljómsveit heims. Á Woodstock voru þeir aðalnúmerið ásamt Hendrix.

Sveitin var þó aldrei annað en eins konar samlag fjögurra tónlistarmanna sem allir voru býsna sterkir persónuleikar og sinntu sinni eigin tónlist meðfram. En Crosby var þeirra mælskastur. Það hefur jafnvel verið talað um hann sem helsta leiðtoga hippatímans í Kaliforníu. Það var hann sem tengdi fólkið og kom öðrum tónlistarmönnum á framfæri – til dæmis var það Crosby sem uppgötvaði Joni Mitchell. Ekki skemmdi útlitið fyrir, skeggið sem er nánast eins og vörumerki og kögurjakkarnir. Hann iðkaði líka hinn hedóníska lífsstíl þessara ára – og lenti síðar í talsverðum hremmingum vegna þess.

David Crosby tíð verið mjög pólitískur, reyndar eins og þeir allir í CSN&Y, og liggur ekki á skoðunum sínum. Það má jafnvel halda því fram að ferlill CSN&Y hefði verið auðveldari ef þeir hefðu ekki talað svo opinskátt um pólitík. Crosby er mikill andstæðingur auðræðisins í Bandaríkjunum og í kosningunum 2016 studdi hann Bernie Sanders.

Crosby lifði af hin erfiðu ár eftir að hippaskeiðinu lauk. Síðustu ár hefur hann gefið út plötur eins og Croz,  Lighthouse og Sky Trails sem hafa fengið mjög góða dóma. Á undan hafði hann ekki gefið út sólóplötu í tuttugu ár, þannig að segja má að hann hefi gengið í endurnýjun lífdaga í tónlistinni. Hann hefur líka verið snjall að velja sér samstarfsmenn, til dæmis hefur hann leikið með djass/fusion hljómsveitinni frægu Snarky Puppy.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna