fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Spyr hvort Pia Kjærsgaard hafi brotið gegn stjórnarskránni með ræðu sinni: „Virkar stjórnarskráin kannski fyrir danska kjörna fulltrúa?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. júlí 2018 09:14

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi orðið var við ákveðið misræmi þegar kemur að reglum þingsins í orði annarsvegar og á borði hinsvegar, það hafi sannast þegar Pia Kjærsgaard talaði á Þingvallafundinum í síðustu viku:

„Í apríl í fyrra sendi ég beiðni á tölvupóstfang þingsins sem hjálpar til við uppsetningu þingmannamála. Ég vildi gera frumvarp þar sem það yrði til nýr dagskrárliður á þingfundum þar sem handahófskennt væri valið úr þjóðskrá fólk sem gæti flutt ræðu á þingi. Svarið sem ég fékk var að það væri ekki hægt „með vísan til þess að Alþingi er samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins fulltrúasamkoma þjóðarinnar þ.e. þar eiga þjóðkjörnir fulltrúar einir sæti sbr. 31. gr. stjórnarskrár „Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.“ Slíkt frumvarp fer því í bága við stjórnarskrána og þá hugsun að þjóðin hafi rödd með vali á kjörnum fulltrúum sínum“. Það var þó vísað í eina undantekningu frá þessari meginreglu í 51. gr. stjórnarskrár, þ.e. „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á því að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins að þeir séu jafnframt alþingismenn.“ Eftir ítrekun var svarið einfalt: „því miður, það getur enginn tekið til máls á þingfundi úr ræðustóli Alþingis nema kjörnir fulltrúar“,

segir Björn Leví.

Hann segir síðan að málið hafi misst forgang hjá sér, enda hafi komið kosningar í millitíðinni. Þetta mál hafi hinsvegar rifjast upp fyrir honum þegar hin umdeilda Pia Kjærsgaard hóf upp raust sína á Þingvöllum:

„Þetta mál rifjaðist hins vegar upp um daginn þegar utanaðkomandi aðila var boðið að flytja ræðu á þingfundi og nú þegar viðkomandi aðili hefur haldið þá ræðu, hvort þetta hafi verið þingfundur eða hvort brotið hafi verið gegn stjórnarskránni. Á þessum fundi var önnur umræða um þingsályktunartillögu sem þingmenn greiddu atkvæði um. Það er samkvæmt þingskaparlögum og einungis gilt ef um þingfund er að ræða. Hins vegar var þarna aðili sem á sér engan stað eða undanþágu í stjórnarskránni að halda ræðu. Virkar stjórnarskráin kannski fyrir danska kjörna fulltrúa? Af því að núverandi stjórnarskrá Íslands er að undirlagi dönsk sko? Auðvitað gerir hún það ekki. Þetta er hins vegar svo dæmigert fyrir íslensk stjórnmál og íslensku stjórnarskrána. Það virðist bara vera hægt að taka geðþóttaákvörðun um eitt eða annað og þar við situr. Annað dæmi um þetta eru óskrifuðu reglurnar um störf þingmanna. Hvað sem því líður, þá hlakka ég til þess að klára þetta frumvarp mitt og sjá hvort það er rétt hjá lögfræðingunum að stjórnarskráin banni þetta eða hvort þetta er rétt hjá þingforseta að utanaðkomandi geti haldið ræðu á þingi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus