fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Á bókmenntaslóðum á Snæfellsnesi – Jökullinn, hásæti Drottins sjálfs

Egill Helgason
Mánudaginn 23. júlí 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpið hefur að undanförnu verið að sýna stutta þætti sem ég tók upp síðsumars í fyrra á bókmenntaslóðum á Snæfellsnesi. Upphaflega er þetta efni sýnt í Kiljunni  undir nafninu Bækur og staðir – en svo nýtist það í þessa stuttu þætti. Síðustu ár hef ég gert svona þætti víða um land, náttúrlega í Reykjavík og í Hafnarfirði, á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ, en líka á Suðurlandi, í Vestmanneyjum, á Akureyri og í Eyjafirði, á sunnanverðum Vestfjörðum, í Dölunum, í Skagafirði og Húnavatnssýslu. Þættirnir skipta núorðið tugum, en það eru fjölmargir staðir sem ég á eftir að fara á. Ég er að taka saman efni í ferð í Borgarfjörð nú síðsumars.

Þetta er svona blanda af bókmenntaspjalli, þjóðlegum fróðleik, sögu og lýsingum á staðháttum. Neftóbaksfræði mætti kannski kalla það. En hérna má semsagt sjá nokkra þætti af Snæfellsnesi. Það er fjallað um Dulmagn Snæfellsjökuls, um Jóhann Jónsson og Ólafsvík, um Arnarstapa þar sem koma meðal annarra við sögu Sigurður Breiðfjörð og Steingrímur Thorsteinsson, um morðingjann Axlar-Björn, Hannes Pétursson orti til dæmis um hann kvæði og Davíð Stefánsson líka. Svo er líka fjallað um Staðarstað þar Galdra-Loftur bjó áður en hann fórst í sjó og seinna klerkarnir Kjartan Kjartansson, fyrirmynd Jóns Prímusar í Kristnihaldinu, langafi Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns, og svo hinn margfróði Rögnvaldur Finnbogason.

Enn hafa ekki allir þættirnir í þessari lotu verið sýndir, en af Snæfellsnesinu er ég sérstaklega ánægður með efnið sem við tókum upp á Stóra- og Litla-Hrauni í Hnappadalssýslu en þar bjuggu þau andspænis hvort öðru Ásta Sigurðardóttir rithöfundur og séra Árni Þórarinsson, sá er Þórbergur ritaði um. Húsið sem Ásta ólst upp í er þarna fyrir miðri mynd en Snæfellsjökull gnæfir yfir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka