fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Hinn undarlegi heimur heiðursmerkjanna – dritað út eins og glerperlum

Egill Helgason
Laugardaginn 21. júlí 2018 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ronaldsdóttir skilar Fálkaorðunni sem hún fékk um áramótin þegar hún kemst að því að Pia Kjærsgaard hefur líka fengið orðuna. Þá er send út tilkynning frá skrifstofu forseta Íslands þar sem er lýst undarlegu kerfi gagnkvæmra orðuveitinga, einkum í tengslum við opinberar heimsóknir. Málið er semsagt líka orðið vandræðalegt fyrir forsetaembættið sem telur þörf á að senda út þessa tilkynningu. Kannski er hætta á að fleiri skili orðunni sinni?

Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur farið yfir lista orðuhafa á vef forsetaembættisins. Hann skrifar:

Mér sýnist að í síðustu Finnlandsferð forsetans hafi 42 fengið fálkaorðuna – þar á meðal einhverjir 4-5 herforingjar og yfirmenn í finnska hernum. Hver eru skilyrðin? Að finna Ísland á korti?

Og svo bætir Markús Már Efraim við:

Vá, var að renna í gegn um þetta. Öll hirðin í Svíþjóð hefur fengið þetta. Varaprótókollstjórinn, umsjónamaður fasteigna hallarinnar, skjaldamerkjamálari, framreiðslumaðurinn… hvað er kammerfrú?

Hann er sérkennilegur þessi heimur heiðursmerkjanna. Annars vegar eru orður veittar til fólks sem er talið verðugt, hefur afrekað eitthvað í lífi sínu. Oft tekst ljómandi vel til með það. Elísabet er til dæmis mjög verðugur orðuhafi. En svo er hin hliðin á þessu þar sem heiðursmerkjum er dritað út til embættismanna og stjórnmálamanna, rétt eins og einhvers konar glingri eða glerperlum.

Þetta er yfirleitt gert í tengslum við einhverja hirðsiði eða prótókoll sem venjulegt fólk hefur enga innsýn í. Og maður spyr sig líka, hvaða ánægja er fólgin í því að þiggja heiðursmerki sem maður veit að maður hefur ekkert gert til að verðskulda. Maður spyr – í hvaða heimi lifir fólk sem stendur í því að hengja heiðursmerki á sjálft sig og aðra, hver eru viðmiðin, hver eru forgangsatriðin – já og, er þetta gaman?

Ef svona margir fá í einu þurfa þeir þá sjálfir að hengja á sig merkin, eða gerir það einhver annar? Taka þeir á móti Fálkanum í pósti eða þurfa þeir að fara á einhverja skrifstofu til að sækja hann? Og svo má kannski huga að kostnaði – eitthvað kostar að útdeila tugum heiðursmerkja í einu og það til fólks sem enginn á Íslandi veit hvað er?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna