fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Lánshæfi Ríkissjóðs Íslands batnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. júlí 2018 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matsfyrirtækið Moody’s Investors Service breytti í kvöld horfum fyrir lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands í jákvæðar úr stöðugum og staðfesti lánshæfiseinkunnina A3 fyrir langtímaskuldbindingar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum.

Lykilforsendur fyrir breytingu á horfum í jákvæðar úr stöðugum eru:

1. Aukinn þróttur hagkerfisins í ljósi bættrar erlendrar stöðu þjóðarbúsins, stöðugri hagvaxtar og vaxandi styrkleika bankakerfisins.

2. Horfur eru á því að skuldastaða ríkisins verði betri en væntingar stóðu til.

Jákvæðar horfur endurspegla jafnframt þann árangur sem náðst hefur á síðustu tveimur árum varðandi þær meginforsendur sem Moody’s lagði til grundvallar þegar mat fyrirtækisins var hækkað í A3 í september 2016, þ.m.t. hnökralaus losun fjármagnshafta og lausn aflandskrónuvandans.

Staðfesting á einkunninni A3 endurspeglar jafnvægi á milli ofangreindra jákvæðra þátta og áskorana sem felast m.a. í smæð og tiltölulegri einhæfni hagkerfisins, þeirri óvissu sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir og getu hennar til að takast á við hægari en sjálfbærari vöxt, áskorunum varðandi samkeppnishæfni í ljósi komandi kjarasamninga og viðvarandi hættu sem stafar af ýktum fjármagnshreyfingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus