fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

Sól á Arnarhóli – ekki allt rónar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 19:02

Þessi skrítna ljósmynd birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir, það fylgdi ekki með hver væri höfundurinn. En myndin er tekin yfir Arnarhól, líklega frá Alþýðuhúsinu sem nú heitir Hótel 101.

Það fylgdi sögunni að myndin væri frá því um 1960. Hún sýnir sóldýrkendur í Reykjavík á góðviðrisdegi. Sumarið 1960 var víst gott. Þetta var fyrsta sumarið sem ég lifði. Ekki man ég eftir því, en það eru til ljósmyndir af mér í vagni úti í garði í góðu veðri. Svo það komu greinilega dagar þegar ekki rigndi.

Þegar ég sé mynd eins og þessa kemst ég að því að ég var til í gamla daga.

Myndin er líklega tekin um miðjan dag, því fólkið sem liggur á hólnum snýr nokkurn veginn beint frá norðri til suðurs. Maður undrast mannfjöldann, Arnarhóll virðist hafa verið fjölfarnari staður á þessum tíma en hann var síðarmeir.

Það er ekki að sjá neinn trjágróður frekar en á myndum frá Reykjavík þessa tíma. Byggingin fyrir aftan styttuna af Ingólfi er Sænska frystihúsið, gríðarstórt hús sem var rifið 1981 til að rýma fyrir Seðlabankanum. Þegar Sænska frystihúsið var byggt var það sagt vera stærsta hús á landinu og fyrsta frystihúsið sem var sérstaklega byggt sem slíkt. Það tók fyrst á móti fiski árið 1930.

Á þessum tíma stóð rónalífið í Hafnarstræti í blóma. Rónarnir héldu líka til á Arnarhóli og áttu þar skjól. Samt er óhætt að fullyrða að fólkið á myndinni sé ekki allt rónar. Manni dettur í hug að þetta sé upp til hópa vinnandi fólk í hádegismat – sólarstaðan gæti bent til þess.

Það er sól í dag. Svo rigning á morgun, skilst manni. En það er hægt að ylja sér við þessa mynd. Merkilegt samt hvað grasið á hólnum virðist vera illa farið og rytjulegt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum