fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

Bretar brjálaðir út í Trump – Móðgaði drottninguna í opinberri heimsókn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. júlí 2018 10:46

Trump svínar fyrir drottninguna.

Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Bretlands um helgina vakti ekki mikla lukku hjá bresku þjóðinni, ef marka má bresku pressuna og samfélagsmiðla. Efnt var til mótmæla í tilefni heimsóknarinnar, þar sem risastór blaðra í formi Trump sveif um götur Lundúna.

Elísabet önnur Bretadrottning, sem er 92 ára, þurfti að bíða eftir Bandaríkjaforseta í 12 mínútur í 27 stiga hita í Windsor kastalagarðinum. Var hún sjálf farin að líta á klukku sína, en slíkt ku ekki vera algengt hjá Elísabetu, þar sem flestir þjóðhöfðingjar temja sér stundvísi í slíkum heimsóknum.

Drottningin bíður eftir Trump. Mynd-Getty

Þegar Trump lét loksins sjá sig, tók hann þéttingsfast í höndina á drottningunni í stað þess að hneigja sig, líkt og siðareglur segja til um. Fréttaskýrendur prísuðu sig þó sæla fyrir að Trump hafi ekki faðmað drottninguna, eða notað kraft-handtakið sitt, sem hann gerir svo gjarnan.

Fyrir þá sem ekki vita, eru handabönd Trumps orðin að alþjóðlegu grínfyrirbæri, þar sem þau þykja oftar en ekki sérlega vandræðaleg og allnokkuð sérstök. Um þau má lesa nánar hér og sjá myndband hér.

Í stuttum göngutúr þjóðhöfðingjanna um hallargarðinn til að skoða heiðursvörðinn, þótti Trump þó fara fram úr sér, einmitt með því að taka fram úr drottningunni, og „svína“ fyrir hana, svo vísað sé til umferðarhugtaksins. Við það sneri Trump auðvitað baki í drottninguna, en hvort tveggja þykir hin mesta ósvífni og loguðu samfélagsmiðlarnir yfir framkomu Trump, sem sögð var í stíl við almennt álit hans á konum, sem og framkomu.

Drottningin náði þó að tala um fyrir Trump að lokum og fá hann til að vera samhliða sér, en uppákoman var öll hin vandræðalegasta, líkt og sjá má hér.

 

Heimsóknin hefur orðið tilefni til ýmiskonar gríns á kostnað Trump, en eitt slíkt má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum