Eyjan

Katrín slær í gegn – sýnir hvað aðrir eru að hugsa

Egill Helgason
Föstudaginn 13. júlí 2018 12:37

Katrín Jakobsdóttir er í plakatstærð á forsíðu New York Times í dag ásamt Theresu May og Donald Trump. Það er náttúrlega ekki tilvljun hvernig þessi mynd er skorin. Katrín er kona með nokkuð eindregin og margháttuð svipbrigði – og það er hægt að lesa margt úr svip hennar þar sem hún stendur rétt fyrir aftan Bandaríkjaforsetann og sér atganginn í honum.

Ferð Trump til Evrópu er slík að annað eins þekkist ekki í sögunni. Hvar sem hann fer verður skandall. Það er alveg öruggt að Theresa May væri tilbúin að setja upp áþekkan svip og Katrín Jakobsdóttir. Trump kemur til Englands, finnur áætlunum May um Brexit allt til foráttu, segir að hann hafi sagt henni hvernig hún ætti að gera þetta, en hún hafi ekki hlýtt.

Svo fer hann að mæra Boris Johnson, hinn nýrekna erkiandstæðing May í Íhaldsflokknum, og segir að hann sé nú fínn náungi sem yrði afbragðs forsætisráðherra. May dauðsér líklega eftir því að hafa boðið Trump í þessa heimsókn. Hann lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og segir að fólk á Englandi og Skotlandi kunni sérlega vel við sig – they like me a lot, segir hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum