Eyjan

Leiðtogafundi NATO lokið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 17:00

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á tvíhliðafundi með Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands

Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel lauk í dag en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sóttu fundinn fyrir hönd Íslands. Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, var gestgjafi fundarins. Í sendinefnd Íslands voru einnig Anna Jóhannsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart NATO, og embættismenn frá forsætis- og utanríkisráðuneytum.

Boðað var til sérstaks fundar um fjármögnun varnarmála í dag en þar var rætt um þá ákvörðun sem tekin var í Wales 2014 að aðildarríkin stefni að því að 2% af vergri landsframleiðslu renni til varnarmála. Þessi ákvörðun er enn í fullu gildi enda hafa öll ríki bandalagsins aukið framlög sín á þessu sviði.

Leiðtogarnir funduðu enn fremur ásamt leiðtogum Georgíu og Úkraínu þar sem rætt var um öryggi á Svartahafi og sömuleiðis var fundað um málefni Afganistan, ásamt fulltrúum alþjóðastofnana, forseta Afganistan og forystumönnum þeirra ríkja sem hafa staðið að verkefnum í Afganistan.

Katrín fundaði sérstaklega með Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, Kolindu Grabar-Kitarovic, forseta Króatíu, Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborg og Daliu Grybauskaite forseta Litháens. Þá tók forsætisráðherra þátt í hliðarviðburði þar sem hún ræddi sérstaklega um öryggi á breiðum grunni og nauðsyn þess að byggja friðsamlegri heim meðal annars með þróunarsamvinnu, aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og auknum jöfnuði og jafnrétti. Katrín fundaði með fulltrúum ICAN en samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir baráttu sína gegn kjarnavopnum. Þá átti forsætisráðherra stuttan fund með fulltrúum Öryggisráðstefnunnar í Munchen. Að lokum hitti Katrín Claire Hutchinson sem er sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í málefnum kvenna, friðar og öryggis.

„Ísland mun hýsa afvopnunarráðstefnu á vegum Atlantshafsbandalagsins í haust. Við munum bjóða fulltrúum ICAN að taka þátt í hliðarviðburði enda er mjög mikilvægt að samtal eigi sér stað milli ríkja Atlantshafsbandalagsins og þeirra grasrótarsamtaka sem hafa staðið fremst í flokki í baráttunni fyrir afvopnun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“