Eyjan

Nú gæti þetta orðið óþolandi – megi Króatía vinna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 00:00

Nú verður maður bara að vona að Króatar vinni England á morgun því ef Tjallarnir mæta Frakklandi dynur yfir alls kyns þjóðernisþvættingur: Um Waterloo, Jóhönnu af Örk, Evrópusambandið, Agincourt, elífa óvináttu þessara þjóða. Það er meira að segja farið að líkja enska þjálfaranum, skeggjaða náunganum í vestinu, við hertogann af Wellington.

Og svo segja menn að Deschamps, þjálfari Frakka, sé stuttur eins og Bónaparte.

Harðast fram í svonalöguðu gengur enska sorppressan – hún einhver sú lélegasta í víðri veröld. Hér á árum áður, þegar Englendingar mættu Þjóðverjum, var það einatt lagt upp sem einhvers konar uppgjör við nasismann. Þjóðverjar voru aðallega frekar hissa, heimsbyggðin var nokkurn veginn komin yfir þetta, en The Sun og The Daily Mail hömuðust.

En auðvitað er svona tal bara ætlað lágstéttunum, til að halda þeim við efnið. Enska yfirstéttinni er nefnilega svo illa við Frakka eða hitt þó heldur að hún á í stórum stíl hús í Suður-Frakklandi.

Frábært dæmi um það er hinn mikli Brexitari Nigel Lawson, faðir sjónvarpskokksins Nigellu, sem um daginn sótti um dvalarleyfi í Frakklandi, svokallað carte du séjour, svo hann gæti haldið áfram að búa óáreittur á setri sínu í landinu þar sem er almennilegt vín, matur og ostar – sem fína fólkið í Englandi getur ekki verið án.

 

Á móti kemur svo að enska fótboltadeildin er að miklu leyti mönnuð leikmönnum frá Frakklandi. Um langt skeið hafa margir af bestu leikmönnunum komið þaðan, enda ljóst að Frakkland getur af sér mun betri knattspyrnumenn en England. Úrvalsdeildin enska var í raun byggð upp í þeirri mynd sem hún er í kringum franska leikmenn eins og Eric Cantona, Thierry Henry, Patrick Vieira og Marcel Desally.

Eins og ég segi: Megi Króatía vinna og fara í úrslitin. Þá verður þetta svona eins og í handboltanum þar sem þessar tvær þjóðir leika yfirleitt til úrslita á stórmótum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Í gær

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Í gær

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“