Eyjan

Nefndarskipan Reykjavíkurborgar brýtur gegn jafnréttislögum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 08:49

Líf Magneudóttir

„Auðvitað á hlutfall kynja í ráðum og nefndum að vera sem jafnast eins og lög gera ráð fyrir. Staðan er hins vegar sú að eftir kosningar eru konur í meirihluta í borgarstjórn. Svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfa þeir að taka að sér ríflega tvö ráð þannig að í mörgum tilfellum eru konurnar orðnar fleiri þó víða sé líka jafnt,“

segir Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, í  samtali við Fréttablaðið í dag.

Tilefnið er sú óvenjulega staðreynd að núverandi skipan fastanefnda Reykjavíkurborgar brýtur gegn jafnréttislögum. Vöntun er á karlmönnum í þrjú af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar.

Í þremur fastaráðum sitja fimm konur gegn tveimur körlum, en lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfallið eigi að vera sem jafnast og ekki minna en 40% ef um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.

Þau ráð sem líða jafnréttisskort eru mannréttinda- og lýðræðisráð, umhverfis- og heilbrigðisráð og velferðarráð. Þar vantar fleiri karla, en jafnréttislögin voru sett með það að markmiði að jafna hlut kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Það er Jafnréttisstofa sem annast eftirlit með að lögunum sé framfylgt.

Fréttablaðið hefur eftir Líf að málið sé snúið sökum breytts fyrirkomulags:

„Á síðasta kjörtímabili pössuðum við upp á þetta og skiptum út til að jafna kynjahlutföll eins og við gátum. Nú er þetta aðeins flóknara í ljósi fjölgunar borgarfulltrúa og breytts vinnufyrirkomulags þannig að ég held að borgarstjórn þurfi að skoða þetta í heild þegar hún kemur úr sumarfríi. Það er á ábyrgð allra flokka að uppfylla jafnstöðulögin svo fremi því verði við komið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“