Eyjan

Gleymdi Vesturbyggð að samþykkja ráðningarsamninginn við Ásthildi ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 06:30

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, og ritstjóri Vestfjarða, segir á heimasíðu sinni að ráðningarsamningur Vesturbyggðar við Ásthildi Sturludóttur, fráfarandi bæjarstjóra, hafi aldrei verið kynntur né samþykktur á bæjarstjórnarfundi eftir sveitastjórnarkosningarnar 2014, líkt og tíðkast.

Ásthildur var ráðin sem bæjarstjóri Vesturbyggðar árið 2010 og samningur hennar endurnýjaður árið 2014. Eftir að nýr meirihluti náði völdum í liðnum kosningum ákvað hann að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra.

Af svörum Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra Vesturbyggðar, má ráða að samningurinn við Ásthildi hafi verið samþykktur á bæjarstjórnarfundi árið 2014. Kristinn segir hinsvegar að um þá bókun sé hvergi getið í fundargerð:

„Þóri og Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra var send fyrirspurn 20. maí þar sem meðal annars var spurt að því hvenær „var ráðningarsamningur við bæjarstjóra með ákvæðum um kaup og kjör lagður fram og samþykktur í bæjarstjórn?“. Ásthildur vísaði á Þóri Sveinsson til svara og hann svaraði á eftirfarandi hátt: Ráðningarsamningur við bæjarstjóra er frá júní 2014 og ráðning hennar staðfest á 273.fundi bæjarstjórnar 18.júní 2014 undir 4.tölul. dagskrár. Á þeim fundi bæjarstjórnar er aðeins bókað: „Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að ráða Ásthildi Sturludóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar frá upphafi kjörtímabils bæjarstjórnar“ og hvergi getið um ráðningarsamninginn.“

Kristinn ítrekaði beiðni sína, um hvenær ráðningarsamningur með ákvæðum um kaup og kjör við Ásthildi hefði verið lagður fram og samþykktur:

„Þórir Sveinsson, fjármálastjóri svaraði þá því til að hann gerði ráð fyrir því að samningurinn hafi verið lagður fram til kynningar á fundinum 18. júní 2014 en sjálfur hefði hann ekki verið á fundinum og ekki ritað fundargerð og gæti því ekkert fullyrt um það mál heldur aðeins ályktað. Gerði B. Sveinsdóttur, starfandi bæjarstjóra, var sent afrit af fyrirspurninni og svörunum og hún hefur ekki brugðist við henni til svara.“

Kristinn ítrekar að þess sé hvergi getið í fundargerð að ráðningasamningur hafi verið lagður fram:

„Við athugun á fundargerðum bæjarráðs og bæjarstjórnar á síðasta kjörtímabili frá 2014 – 2018 verður ekki séð að ráðningarsamningur við fyrrverandi bæjarstjóra hafi verið ræddur, lagður fram eða samþykktur. Þegar blaðið Vestfirðir óskaði í ársbyrjun 2015  eftir ráðningarsamningum við sveitarstjóra á Vestfjörðum fékkst ekki samningurinn við bæjarstjórann í Vesturbyggð, heldur aðeins lýsing á kjörunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“