Eyjan

Þingfundur á Þingvöllum 18. júlí næstkomandi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 16:00

Hátíðarfundur Alþingis verður haldinn á Þingvöllum þann 18. júlí næstkomandi, í tilefni af fullveldisafmæli Íslands. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Alþingi Íslendinga samþykkti haustið 2016 þingsályktun um hvernig fagna bæri aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem lögð er áhersla á menningu og tungu sem og þátttöku landsmanna. Í samræmi við það er 100 ára fullveldisafmæli nú fagnað um land allt með fjölbreyttri dagskrá.

Tveir hápunktar verða á afmælisárinu: Þann 18. júlí verður haldinn hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum en þann dag var samningum um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918. Fullveldisdagurinn, 1. desember, verður einnig haldinn hátíðlegur um allt land í samstarfi við háskóla, sveitarfélög og fólkið í landinu. Þá mun ríkisstjórn Íslands standa fyrir dagskrá í tilefni dagsins.

Þingfundurinn er hugsaður eins og fundir á Þingvöllum hafa verið á hátíðar- og minningarstundum í sögu þjóðarinnar. Fundurinn verður undir berum himni á sérstaklega byggðum þingpalli. Þingfundurinn er fyrirframskipulagður þar sem ætlunin er að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.

Stefnt er að því að hafa alla umgjörð þingfundarins þennan dag hóflega og látlausa enda ekki um að ræða þjóðhátíð í hefðbundnum skilningi. Bein sjónvarpsútsending verður frá þingfundinum og öllum landsmönnum gefst þannig kostur á að fylgjast með þótt allir séu að sjálfsögðu velkomnir á staðinn.

Við undirbúning þingfundarins í sumar hefur skrifstofa Alþingis átt mjög gott samstarf við fjölmarga aðila, eins og Framkvæmdasýslu ríkisins, embætti ríkislögreglustjóra, Vegagerðina, þjóðgarðsvörðinn á Þingvöllum, Þingvallanefnd og RÚV.

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að þetta hafi verið einn merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hafði þá staðið í nær eina öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Í gær

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Í gær

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“