Eyjan

Samkeppniseftirlitið skoðar kaup Brims: „HB Grandi hefur ekkert að fela“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. júlí 2018 08:48

Guðmundur Kristjánsson og bróðir hans, Hjálmar Kristjánsson, eru eigendur Brims

Samkeppniseftirlitið hefur tekið til skoðunar kaup Brims á rúmum þriðjungshlut HB Granda fyrir um 21,7 milljarða fyrr á þessu ári. Hefur eftirlitið óskað eftir sjónarmiðum HB Granda á því hvort myndast hafi yfirráð í skilningi 10. og 17. greinar samkeppnislaga, en með kaupunum skapaðist yfirtökuskylda sem nýtt var af litlum hópi hluthafa.

Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, að erindinu verði svarað:

„Ég held að það sé ekkert óeðlilegt við að eftirlitsstofnanir fylgist með viðskiptalífinu. HB Grandi hefur ekkert að fela og við munum svara [erindinu] eins vel og við getum.“

Guðmundur sagði við Morgunblaðið í apríl að hann ætti ekki von á því að Samkeppniseftirlitið gerði athugasemdir við kaupin, þar sem fyrirtækin seldu nær allar sínar afurðir á erlendum mörkuðum og lítil sem engin samkeppni væri milli þeirra á innanlandsmarkaði.

Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra samkeppniseftirlitsins, er aðeins verið að óska eftir upplýsingum:

„Við erum einfaldlega að óska eftir upplýsingum frá viðkomandi fyrirtæki sem þá nýtast okkur meðal annars við mat á því hvort um tilkynningaskyldan samruna er að ræða,“

sagði Páll við Morgunblaðið í gær.

Sagt er að fá ef nokkur dæmi séu um að komið hafi til kasta samkeppnislaga í sambærilegum viðskiptum í sjávarútvegi. Helst sé að samkeppnislög komi til skjalanna vegna sterkrar stöðu fyrirtækjanna innanlands þegar kemur að kaupum á aðföngum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“