Eyjan

Kjósendur meirihlutans fylgjandi Borgarlínu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. júlí 2018 11:00

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er afstaða til Borgarlínunnar afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins eru hlynnt henni á meðan um 69-81% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt.

Viðhorf nokkurra kjósendahópa hefur breyst mikið síðan síðasta mæling fór fram, en hlutfall andvígra meðal kjósenda Flokks fólksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins hefur hækkað mikið og nú er meirihluti allra þessara kjósendahópa andvígur Borgarlínunni. Fleiri kjósendur Viðreisnar eru nú hlynntir Borgarlínunni en í janúar.

Milli 53% og 54% Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26% andvíg. Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn
hlynntir Borgarlínunni en þó segjast um 43% þeirra hlynnt en rúmlega 28% andvíg.

Ung fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra fólk. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru
jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar.

Þeir sem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56% háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en
aðeins um 34% grunnskólamenntaðra og 36% framhalds- eða iðnmenntaðra.

 

 

 

Viðhorf kvenna til Borgarlínu hefur breyst talsvert meira en viðhorf karla. Slétt 42% kvenna eru hlynnt Borgarlínu nú, en rúmlega 58% voru hlynnt í janúar. Slétt 49% karla eru nú hlynnt
Borgarlínu, en um 47% voru hlynnt síðast þegar könnunin var gerð.

Talsverð breyting hefur orðið á afstöðu til Borgarlínunnar eftir búsetu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru ekki eins hlynntir Borgarlínu núna og þegar mælt var í janúar, en mesta
breytingin varð á viðhorfi íbúa Vesturlands og Vestfjarða auk Suðurlands o g Reykjaness þar sem færri eru nú hlynntir Borgarlínunni en í janúar.

 

Svarendur voru 836 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls
staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega.

Könnunin fór fram dagana 19. júní – 2. júlí 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“