fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Heimsókn Trumps til Englands – baráttan um hina frjálslyndu Evrópu

Egill Helgason
Mánudaginn 9. júlí 2018 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er væntanlegur í heimsókn til Bretlands. Reyndar er sagt að hann muni forðast London mestanpart, en þar hefur verið boðað til mikilla mótmæla gegn honum. Menn vorkenna hinni háöldruðu Elísabetu drottningu að þurfa að hitta Bandaríkjaforsetann og óttast að Theresa May muni reynast undirgefin honum.

Við þetta rifjast upp kosningarnar í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Það var þegar fór að heyrast af vinstri vægnum viðkvæðið að Trump væri engu verri en Hillary Clinton. Hann væri jafnvel ívið skárri, ef eitthvað er. Þetta fór eins og eldur í sinu um netið – og er ein af ástæðunum fyrir því að Trump náði kjöri.

Nú erum við að sjá afleiðingarnar. Trumpísku öflin eru að fara að ná völdum í hæstarétti Bandaríkjanna. Það verður þrengt að réttindum kvenna. Trump er meira að segja farinn að beita sér gegn brjóstagjöf og hótar viðskiptaþvingunum í því efni.

Hvernig líður fólkinu sem hélt þessu fram? Eða kannski finnst því þróunin bara góð – að horfa á hvernig hið opna og frjálsa samfélag á í vök að verjast? Í færslu á Facebook ávarpar Árni Snævarr vin sinn Kristin Hrafnsson, starfsmann Wikileaks, og segir:

Þú og félagar þínir (líka Gunnar Smári) minnið æði mikið á kommúnista í Þýskalandi, sem héldu því fram að sósíaldemókratar væru verri en naisistar „sósíal fasistar“. Þeir rönkuðu síðan við sér í Sachsenhausen. Auðvitað er það ömurlegt hlutskipti að hafa verið í liði sem greiddi götuna fyrir Trump og sennilega muntu frekar detta dauður niður en viðurkenna að að Trump sé verri en Hillary.

Fyrir tilstuðlan Trumps hefur líka orðið gríðarleg valdefling hjá harðlínu þjóðernissinnum í Evrópu. Timothy Garton-Ash skrifar grein í Guardian þar sem hann lýsir miklum áhyggjum af  því hvernig hinni frjálslyndu Evrópu mun reiða af. Popúlistar sækja hvarvetna á og nú er helsti leiðtogi þeirra hinn ítalski innanríkisráðherrann Matteo Salvini.

Garton-Ash segir að tvö lið takist nú á í Evrópu. Annars vegar Orbvini, það er með Victor Orban í Ungverjalandi, Salvini, Sebastian Kurtz í Austurríki og Jaroslav Kaczynzki í Póllandi í fararbroddi, en hins vegar sé Merkron, en þar eru Angela Merkel, Emmanuel Macron og svo til dæmis Donald Tusk og hinn nýi forsætisráðherra Spánar Pedro Sanchez.

En greinarhöfundur segir að þreytu gæti í síðarnefnda liðinu, það minni dálítið á hin andlausu þýsku og spænsku lið sem duttu snemma út úr heimsmeistaramótinu í fótbolta. Garton-Ash spáir því að baráttan verði hörð, líklega eigi Orbvini eftir að sækja enn á, en hann vill þó ekki spá dauða hinnar frjálslyndu Evrópu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins