fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári um afsögn Borisar og Brexit: „Það kostulega er að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að elta enska íhaldsmenn í þennan leiðangur“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. júlí 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér embætti í dag vegna óánægju Brexit- harðlínumanna með stefnu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, varðandi samskipti Bretlands og Evrópusambandsins í kjölfar útgöngu Bretlands. Útgönguráðherra Bretlands, Steve Baker og ráðherra Brexit-mála, Dave Davis, sögðu báðir af sér í gær.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir á Facebook að forysta breska Íhaldsflokksins sé að leysast upp vegna stefnu sem „gangi ekki upp“ og finnur Sjálfstæðisflokknum flest til foráttu fyrir að elta enska íhaldsmenn í þennan „leiðangur“:

„Það kostulega er að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að elta enska íhaldsmenn í þennan leiðangur, sem m.a. leiddi flokkinn út úr bandalagi evrópskra íhaldsmanna yfir í léttfasísk samtök með Erdogan og Lög og rétti í Póllandi. Breski Íhaldsflokkurinn er auk Repúblikanaflokksins í USA, pólitískt leiðarljós Sjálfstæðisflokksins, hvort tveggja flokkar sem hafa leyft öfgafullum nýfrjálshyggju, léttfasistum og andmannúðarsinnum að éta upp flokksstarfið og breyta þessum flokkum er sirkus.“

segir Gunnar og bætir við að:

„Áhrifin af þessu á Sjálfstæðisflokkinn hefur verið stofnun Viðreisnar en lítil önnur, líklega vegna þess að innan Sjálfstæðisflokksins er ekki ástunduð mikil hugmyndavinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran