Eyjan

Gunnar Smári um afsögn Borisar og Brexit: „Það kostulega er að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að elta enska íhaldsmenn í þennan leiðangur“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. júlí 2018 15:15

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér embætti í dag vegna óánægju Brexit- harðlínumanna með stefnu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, varðandi samskipti Bretlands og Evrópusambandsins í kjölfar útgöngu Bretlands. Útgönguráðherra Bretlands, Steve Baker og ráðherra Brexit-mála, Dave Davis, sögðu báðir af sér í gær.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir á Facebook að forysta breska Íhaldsflokksins sé að leysast upp vegna stefnu sem „gangi ekki upp“ og finnur Sjálfstæðisflokknum flest til foráttu fyrir að elta enska íhaldsmenn í þennan „leiðangur“:

„Það kostulega er að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að elta enska íhaldsmenn í þennan leiðangur, sem m.a. leiddi flokkinn út úr bandalagi evrópskra íhaldsmanna yfir í léttfasísk samtök með Erdogan og Lög og rétti í Póllandi. Breski Íhaldsflokkurinn er auk Repúblikanaflokksins í USA, pólitískt leiðarljós Sjálfstæðisflokksins, hvort tveggja flokkar sem hafa leyft öfgafullum nýfrjálshyggju, léttfasistum og andmannúðarsinnum að éta upp flokksstarfið og breyta þessum flokkum er sirkus.“

segir Gunnar og bætir við að:

„Áhrifin af þessu á Sjálfstæðisflokkinn hefur verið stofnun Viðreisnar en lítil önnur, líklega vegna þess að innan Sjálfstæðisflokksins er ekki ástunduð mikil hugmyndavinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

„Kolla veit, eins og ég, að stundum verður bara að segja sannleikann þótt óþægilegur eða óvinsæll sé.“

„Kolla veit, eins og ég, að stundum verður bara að segja sannleikann þótt óþægilegur eða óvinsæll sé.“
Eyjan
Í gær

Máski eru Þingvellir ekki endilega staðurinn til að fagna fullveldisafmæli – heiðursgesturinn Pia Kjærsgaard

Máski eru Þingvellir ekki endilega staðurinn til að fagna fullveldisafmæli – heiðursgesturinn Pia Kjærsgaard
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Veiðar á steypireyði geta varðað sex mánaða fangelsi

Veiðar á steypireyði geta varðað sex mánaða fangelsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bókaútgefendur brjálaðir út í ríkisstjórnina: „Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi“

Bókaútgefendur brjálaðir út í ríkisstjórnina: „Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný umferðarlög umdeild – Sjáðu helstu breytingarnar

Ný umferðarlög umdeild – Sjáðu helstu breytingarnar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra

Samfylkingin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra