fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Áréttar tilmæli um starfsheiti í umsóknum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Alþingis hefur í bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins áréttað fyrri ábendingu um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um starfsheiti umsækjenda um opinbert starf þegar umsóknarfrestur er liðinn. Tilefnið er nýleg birting ráðuneytisins á lista yfir umsækjendur um starf skrifstofustjóra á skrifstofu landbúnaðar og matvæla í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem einungis nöfn umsækjenda eru birt.

Þá hefur það vakið athygli umboðsmanns að á listum sveitarfélaga, sem þau hafa nýlega birt yfir umsækjendur um starf bæjarstjóra og sveitarstjóra, eru starfsheiti umsækjenda ekki alltaf tilgreind.

Umboðsmaður Alþingis hefur áður sent öllum ráðuneytum í Stjórnarráðinu bréf þar sem vakin var athygli á þessari skyldu stjórnvalda, sbr. frétt á heimasíðu umboðsmanns 29. mars 2016.

Af framangreindu tilefni áréttar umboðsmaður að samkvæmt lögum er skylt að veita upplýsingar um starfsheiti umsækjenda um opinbert starf þegar umsóknarfrestur er liðinn og upplýsingarnar eru afhentar samkvæmt beiðni. Markmiðið er að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum.

Jafnframt áréttar umboðsmaður þá afstöðu sína að þegar stjórnvöld eiga frumkvæði að birtingu umsækjendalista verði að ganga út frá því að starfsheiti umsækjendanna séu tilgreind rétt eins og þegar einhver hefur óskað sérstaklega eftir því að fá upplýsingarnar. Að öðrum kosti geti slíkt frumkvæði í reynd haft þau áhrif að minna gegnsæi verði um upplýsingar sem löggjafinn hefur ákveðið að eigi erindi við almenning. Þá telur umboðsmaður jafnframt ljóst að slíkt væri í einnig í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“