fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Vilja aukið lögreglusamstarf á Norðurlöndum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 8. júlí 2018 15:34

Svíar vilja meiri samvinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norrænu dómsmálaráðherrarnir skrifuðu í síðasta mánuði undir viljayfirlýsingu þess efnis að samstarf milli ríkjanna yrði tekið skrefi lengra og leitast yrði eftir nánara og skilvirkara samstarfi á sviði löggæslu. Áhersla verður lögð á löggæslu á sveitafélagsstigi á svæðum sem liggja að landamærum og að greiða fyrir sameiginlegum lögregluaðgerðum, samkvæmt tilkynningu frá Norðurlandaráði.

„Viljayfirlýsingin er mikilvægt skref í átt að nánara lögreglusamstarfi á Norðurlöndum. Samstarfið gerir löndin betur í stakk búin til að uppgötva, rannsaka og berjast gegn lögbrotum,“

segir Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar.

Í tilkynningunni er sagt að mikilvægt sé að lögreglan geti sinnt löggæslu þvert á landamæri:

„Mikilvægt er að lögreglan geti sinnt löggæslu þvert á landamæri og tekið þátt í aðgerðum lögreglusveita í nágrannalöndum. Dómsmálaráðherrarnir vilja að þær heimildir til eftirlits og eftirfarar þvert á landamæri sem til eru innan núverandi reglugerða séu nýttar til fullnustu. Þá vilja ráðherrarnir ræða hvort hægt sé að víkka út slíkar heimildir.“

Fyrirbyggjandi aðgerðir
Ráðherrarnir kalla líka eftir því að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn glæpastarfsemi sé hrint af stað og að viðeigandi aðilar séu hafðir með í ráðum, til dæmis þau sveitafélög sem liggja að landamærum.
Í yfirlýsingunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi sameiginlegra æfinga og upplýsingaflæðis, enda tryggi það að ríkin hafi sem líkasta mynd af stöðunni.

Viljayfirlýsingunni er ekki ætlað að vera lagalega bindandi. Hugmyndin er að yfirvöld vinni saman með ýmsum hætti og reyni að fjarlægja þær hindranir sem gætu verið í vegi fyrir nánara samstarfi.

Ráðherrarnir munu fylgja verkefninu eftir og munu leggja fram skýrslu um framgang verkefnisins á næsta fundi sínum, árið 2019.

norden.org/André Jamholt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega