Eyjan

Indverjar sýna frumkvæði í baráttu gegn plastmengun

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 10:00

Hver Indverji notar að meðaltali 11 kg af plasti á hverju einasta ári. Þegar tekið er tillit til þess að heildar íbúarfjöldi á Indlandi er 1,3 milljarður manna þá erum við að tala um 14,3 milljarða kílógramma af plasti sem er notað í landinu árlega. Eftir að hafa þjónað tilgangi sínum hefur mikið af þessu plasti endað í sjónum þar sem það ekki bara mengar heldur drepur einnig sjávarlífverur. Sjómenn í Kerala-hérað í suður-Indlandi hafa nú tekið höndum saman til þess að berjast gegn þessari mengun á fiskveiðisvæðum þeirra.

Plastið notað til lausnar á öðru vandamáli

Þegar sjómennirnir draga netin sín í gegnum vatnið kemur gífurlegt magn af plasti í þau. Hingað til hafa þeir hent öllu plasti sem þeir hafa veitt aftur í sjóinn, en nú hefur orðið breyting þar á. Sjávarútvegsráðuneyti Indlands fór af stað með átak sem miðar að því að kenna sjómönnum að safna plastinu saman og koma með það aftur til lands með aflanum. Tíu mánuðir eru síðan verkefnið hófst og hafa sjómenn á svæðinu safnað 25 tonnum af plasti úr sjónum samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um verkefnið.

Þegar plastið var komið upp á land héldu margir að það myndi skapa óleysanleg vandamál. Eitthvað þarf jú að gera við plastið og óttuðust margir að það myndi daga uppi á landi og valda mengun þar. Það var allt þar til að einhver áttaði sig á því að plastið gæti leyst önnur vandamál sem héraðið glímdi við, það er slæmar samgöngur. Í dag er allt plast sem safnast úr sjónum endurnýtt og síðan notað til að búa til plastvegi. Um 34.000 km af vegum í Indlandi eru nú þegar úr plasti og er mun ódýrara að gera vegina úr endurnýttu plasti en úr hefðbundu malbiki. Hver kílómeter af plastvegi kostar eingöngu 8% af kostnaði við að leggja veg úr malbiki. Þar má nefna að vegirnir sem gerðir eru úr malbiki byrja að bráðna við um 50 gráður en plastvegirnir þola allt að 66 gráðu hita. Við lagningu á hvern kílómetra af plastvegi eru notað jafn mikið plast og ein milljón plastpoka inniheldur.

Stjórnvöld í Indlandi að bregðast við

Þetta verkefni á vegum sjávarútvegsráðuneytisins er ekki hið eina sinnar tegundar á Indlandi með það að markmiði að leysa vandamál tengd plastmengun. Tugir slíkra verkefna, sem yfirvöld hafa haft frumkvæði að, eru í gangi. Þar má helst nefna styrki til endurvinnslustöðva sem kaupa plast af fólki sem safnar því saman. Nýr iðnaðaður hefur orðið til og fjölmörg ný störf skapast um allt landið. Forsætisráðherra Indlands hefur lofað því að banna allt einnota plast á Indlandi fyrir árið 2022 og hefur bannið nú þegar tekið gildi í Nýju Delí, höfuðborg landsins. Íbúar geta fengið 7.000 króna sekt en fyrir síendurtekin brot getur sektin farið uppí 37.000 krónur eða jafnvel endað í fangelsisvist. Evrópubúar nota um sexfalt meira af plasti en Indverjar og getum við mögulega lært mikið af því hvernig þeir eru að bregðast við því vandamáli sem plastmengun er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Í gær

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Í gær

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“