Eyjan

„… og eitt herbergi fyrir „min electriske machine og andre instrumenter …”

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. júlí 2018 19:00

Myndin er birt í Læknablaðinu með leyfi Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

Læknablaðið kom út á dögunum þar sem Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir skrifar um forn lækningatæki:

„… og eitt herbergi fyrir „min electriske machine og andre instrumenter …” skrifaði Bjarni Pálsson landlæknir árið 1771 í bréfi til yfirvalda þar sem hann lýsir afnotum sínum af Nesstofu í þeim tilgangi að hindra að húsinu yrði skipt á milli embætta landlæknis og lyfsala. Bjarna er greinilega annt um rafmagnsvélina sem hann hugðist nota til að rannsaka klínískt „electricitetens virkninger“ á epilepsie (flogaveiki) og apoplexie (lömun). Þótt engum sögum fari af afdrifum rannsóknarinnar efast enginn um áhuga og hæfni Bjarna sem vísindamanns. Hitt er víst að ytri aðstæður voru mótdrægar. Þrátt fyrir mótmælin hafði lyfsalinn fengið hálft húsið og hvar rafmagnsvélin endaði við þær tilfæringar vitum við ekki. Auk þess var Bjarni í annasömu starfi og á þeim tíma fáir í landinu þess umkomnir að skilja eða styðja vísindarannsóknir. Eins og oft vill verða var viljinn eitt, reyndin annað.

Hins vegar er löng hefð fyrir því á Íslandi að einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök styðji við heilbrigðisstofnanir með kaupum á nauðsynlegum lækningatækjum. Þó var hún óvenjulega höfðingleg gjöfin sem barst þjóðinni frá varnarliðinu í Keflavík árið 1963 fyrir tilstilli Lt. Commander W. R. Johns yfirlæknis. Þetta voru ný og nýleg lækningatæki af sjúkrahúsi varnarliðsins sem átti að endurnýja í samræmi við reglur hersins. Sigurður Sigurðsson landlæknir og nafni hans Samúelsson prófessor sögðu blaðamönnum að flest tækin ættu að geta komið að góðum notum, ef ekki á stóru sjúkrahúsunum þá á sjúkrahúsum úti á landi. Einhver vandkvæði væru þó tengd notkun rafmagnstækjanna enda bæði spenna og straumur á rafmagninu á Keflavíkurflugvelli önnur en annars staðar á landinu.

Tækin fylltu fjóra vörubíla og Sveinn Þormóðsson tók myndina í anddyri Landspítala þegar sjóliðar voru að losa einn bílanna. Yfir framkvæmdinni vakir sjóliðsforinginn og merkir við númer hvers kassa sem íslenskir verkamenn báru inn í nýja spítalann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“