Eyjan

Leggjast gegn tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. júlí 2018 17:45

Stjórn Landssambands veiðifélaga lýsir furðu sinni yfir hugmyndum Hafrannssóknarstofnunar um að hefja stórfellt sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Áform stofnunarinnar sem fram kom í fréttatilkynningu um 3000 þúsund tonna laxeldi eiga eru sagðar eiga „ekkert skylt við tilraunir“ heldur séu  „aðeins til þess fallnar að stíga óheillaskref í þá átt að opna Ísafjarðardjúp fyrir þauleldi á frjóum norskum laxi.“

Landssambandið telur að þauleldi Hafrannsóknarstofnunar og mögulegra samstarfsaðila á laxi í sjó af þeirri stærðargráðu sem tilkynnt hefur verið falli ótvírætt undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum og skuli því sæta umhverfismati líkt og aðrar ámóta framkvæmdir. Landssambandið bendir á að Skipulagsstofnun hafi þegar gefið út álit um laxeldi í Ísafjarðardjúpi og fram hjá niðurstöðu stofnunarinnar verður ekki litið þótt hér sé leitast við að bregða sauðagæru yfir úlfinn þegar enn og aftur er ráðist með sjókvíaeldi gegn íslenskri náttúru.

„Á öllu þessu máli eru fingraför stjórnmálanna og trúverðugleiki Hafrannsóknarstofnunarinn sem sjálfstæðrar vísindastofnunar því í húfi. Stofnkostnaður við þessa svokölluðu tilraun í Ísafjarðardjúpi mun hlaupa á milljörðum króna og allar upplýsingar um áhrif eldis á náttúruna sem þarna skal afla liggja nú þegar fyrir. Nær væri að fylgjast með áhrifum sjókvíeldisins á suðurfjörðum Vestfjarða. Landssamband veiðifélaga mun beita öllum tiltækum ráðum til að stöðva þennan ógeðfellda blekkingarleik stjórnvalda og fiskeldismanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“