Eyjan

Launasamanburður íslenskra forstjóra og erlendra þjóðhöfðingja: „Ég velti fyrir mér hvort það sé meira álag að vera forstjóri Landsvirkjunar en að vera Kanslari Þýskalands“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. júlí 2018 16:30

Sigmar Vilhjálmsson.

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, áður kenndur við Fabrikkuna, birtir samanburð á launum forstjóra á Íslandi við erlenda þjóðarleiðtoga á Facebooksíðu sinni í dag. Sá samanburðu verður að teljast þeim íslensku í hag, en Sigmar veltir fyrir sér hvort því fylgi meira álag að vera forstjóri Landsvirkjunar, heldur en Kanslari Þýskalands:

„Launamál. Var einhver að tala um laun? Ég svona ákvað að gera léttan samanburð á launum „Ríkisstarfsmanna“. Ég velti fyrir mér hvort það sé meira álag að vera forstjóri Landsvirkjunar en að vera Kanslari Þýskalands eða forsætisráðherra Bretlands? Nei, bara pæling,“

ritar Sigmar.

Á töflu Sigmars má sjá að æðsti stjórnandinn í Swiss er með rúmlega  4,4 milljónir á mánuði, meðan bankastjóri Íslandsbanka er með rúmar  4,8 milljónir á mánuði.

Þá er Bandaríkjaforseti sagður með rúmar 3.5 milljónir á mánuði, meðan forstjóri Landsvirkjunar er með tæpar  3,3 milljónir á mánuði og bankastjóri Landsbankans með 3,250,000 milljónir á mánuði.

Ekki kemur fram hvaðan upplýsingarnar eru fengnar, en tekjur erlendu þjóðhöfðingjana eru gefnar upp í árslaunum og umreiknaðar úr dollurum í íslenskar krónur:

 

No automatic alt text available.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

„Kolla veit, eins og ég, að stundum verður bara að segja sannleikann þótt óþægilegur eða óvinsæll sé.“

„Kolla veit, eins og ég, að stundum verður bara að segja sannleikann þótt óþægilegur eða óvinsæll sé.“
Eyjan
Í gær

Máski eru Þingvellir ekki endilega staðurinn til að fagna fullveldisafmæli – heiðursgesturinn Pia Kjærsgaard

Máski eru Þingvellir ekki endilega staðurinn til að fagna fullveldisafmæli – heiðursgesturinn Pia Kjærsgaard
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Veiðar á steypireyði geta varðað sex mánaða fangelsi

Veiðar á steypireyði geta varðað sex mánaða fangelsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bókaútgefendur brjálaðir út í ríkisstjórnina: „Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi“

Bókaútgefendur brjálaðir út í ríkisstjórnina: „Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný umferðarlög umdeild – Sjáðu helstu breytingarnar

Ný umferðarlög umdeild – Sjáðu helstu breytingarnar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra

Samfylkingin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra