fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Kennurum án kennsluréttinda fjölgar í grunnskólum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. júlí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum 1998–2008 var hlutfall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins á bilinu 13–20%. Eftir efnahagshrunið fækkaði réttindalausum kennurum og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012. Síðan 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári og voru 8,6% af 5.140 starfsmönnum við kennslu haustið 2017. Þá voru 443 starfsmenn við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað úr 272 frá hausti 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Lægst var hlutfall kennara án kennsluréttinda á landinu í Reykjavík, 5,8% og á Norðurlandi eystra, 6,2%. Hæst var hlutfall kennara án réttinda á Vestfjörðum, 27,0%.

Meðalaldur réttindakennara fer hækkandi
Meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum hefur farið hækkandi frá árinu 2000. Haustið 2000 var hann 42,2 ár en haustið 2017 46,7 ár. Á sama tímabili hefur meðalaldur kennara með réttindi hækkað um rúm fjögur ár, í 47,7 ár. Meðalaldur starfsfólks við kennslu án réttinda var töluvert lægri en réttindakennara og hefur svo verið á öllu tímabilinu og var 35,9 ár haustið 2017.

Færri karlar og fleiri konur við kennslu en fyrir 20 árum
Frá skólaárinu 1998–1999 hefur starfsfólki við kennslu fjölgað úr rúmlega fjögur þúsund í rúmlega fimm þúsund haustið 2017. Karlar við kennslu voru rúmlega 900 haustið 2017 og hafði fækkað úr tæplega 1.100 haustið 1998. Á sama tíma fjölgaði konum úr tæplega þremur þúsundum í rúmlega 4.200 haustið 2017.

Nemendum í grunnskólum fjölgar áfram
Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 45.195 haustið 2017 og hafa aldrei verið fleiri. Nemendum fjölgaði um 668 (1,5%) frá fyrra ári.

Alls störfuðu 169 grunnskólar á landinu skólaárið 2017–2018, einum færri en árið áður. Einkaskólar voru 12 talsins með rúmlega 1.100 nemendur og eru nemendur í fimm ára leikskóladeildum undanskildir. Í sérskólum, sem voru þrír talsins, stunduðu 172 nemendur nám, lítið eitt fleiri en undanfarin ár.

Fjölmennustu grunnskólar landsins skólaárið 2017–2018 voru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur; Hörðuvallaskóli með rúmlega 900 nemendur, og Varmárskóli og Hraunvallaskóli þar sem voru á níunda hundrað nemendur. Fámennasti grunnskólinn var Finnbogastaðaskóli þar sem tveir nemendur stunduðu nám haustið 2017.

Grunnskólanemendur með erlent móðurmál hafa aldrei verið fleiri
Nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna inn þeim upplýsingum. Haustið 2017 höfðu 4.470 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 9,9% nemenda, sem er fjölgun um rúmlega 300 nemendur frá árinu áður. Einhverjir þessara nemenda hafa einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum er pólska, sem er töluð af tæplega 1.600 nemendum, tæplega 400 tala filippseysk mál og á þriðja hundrað nemendur tala ensku, taílensku eða litháísku.

Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði um rúm 15% á milli ára og voru tæplega 2.400 haustið 2017.

 

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“