Eyjan

Grikkland – frábært ferðamannaland

Egill Helgason
Föstudaginn 6. júlí 2018 10:19

Eftir því sem manni sýnist eru Íslendingar – a,m.k. íbúar Suður og Vesturlands – að flýja land í stórum stíl. Maður spyr hvort þessi kuldi og þessi rigning sé tímabundið frávik í veðurmynstri norðursins eða hvort þarna sé komið ástand sem mun vara lengur, kannski sem afleiðing af loftslagsbreytingum?

Ísland var kalt í minni æsku. Ég man hörmuleg sumur eins og 1969 þegar ég var í sveit í Dölunum og svo 1983 þegar ég náði reyndar að komast úr landi. En það var kuldaskeið á þessum árum, það náði hámarki þegar ég var ungur maður. Þá voru utanlandsferðir reyndar ekki sérlega tíðar, maður lét sig bara hafa það að hírast í kuldanum.

En nú er önnur tíð. Það fara hundrað flugvélar frá Íslandi daglega og auðvelt og ódýrt að komast burt. Frændi minn, sem hefur lýst því yfir að íslensk sumur séu svo fögur að hann muni aldrei fórna þeim, gafst upp í síðustu viku og keypti sér far til Spánar.

Hitar í Evrópu eru reyndar víða nær óbærilegir þessa dagana. Það er ekki gaman að vera í borg í 35 stiga hita. Þá verður allt einhvern veginn óþægilegt, fólkið pirrað og maður finnur meira fyrir troðningi. Hér í Grikklandi þar sem ég dvel hefur reyndar ekki verið sérlega heitt í sumar. Það var rigningatíð norður í landi í júní en hitinn á eyjunum mjög þægileg 24-25 stig, jafnvel peysuveður á kvöldin.

En það er að hitna núna. Enn hefur hann ekki látið á sér kræla norðanvindurinn sem kallast Meltemi og blæs í Eyjahafinu á sumrin, kælir eyjarnar og gerir þær svo vinsælar til sumardvalar. Vindurinn getur að vísu reynt dálítið á taugarnar þegar hann blæs dag eftir dag – svona 6 vindstig, þó misjafnlega hvass eftir því hvenær dagsins er.

Það er metár í ferðamennsku víða í Evrópu. Í Grikklandi er búist við 32 milljónum ferðamanna í ár. Mætti ætla að sé komið að þolmörkum. Svo er það á stöðum eins og Santorini, Mykonos og Rhodos. En svo eru aðrir staðir þar sem er ekki svo margt fólk. Grísku eyjarnar eru nánast óteljandi. Hver hefur sinn sjarma, sumar eru eins og veröld út af fyrir sig. Grikkir eru upp til hópa vingjarnlegt, gestrisið og skemmtilegt fólk.

Ég mæli með því fyrir íslenska ferðamenn að koma á þessar slóðir – hér er auðvelt að forðast hjarðferðamennsku eins og er til dæmis víða á Spáni. Til Aþenu, Krítar eða Þessaloníki má komast með því að millilenda í einhverri evrópskri borg, London, Kaupmannahöfn, Berlín, Amsterdam. Þaðan er auðvelt að finna til dæmis ferjur sem sigla út í nálægar eyjar. Það getur verið gaman að flakka aðeins á milli, kanna tvær til þrjár eyjar í ferðinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“