Eyjan

Sextán sækja um starf bæjarstjóra á Akureyri

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 11:53

Staða bæjarstjóra á Akureyri var auglýst laus til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út 2. júlí sl. Frestur til að draga umsókn sína til baka rann út á hádegi í gær og það gerðu tveir umsækjendur, samkvæmt vefsíðu Akureyrarbæjar.

Meðal umsækjenda eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði, en hann sækir einnig um starf bæjarstjóra á Seyðisfirði og í Fjarðabyggð. Þá er Ásthildur Sturludóttir einnig meðal umsækjenda, fyrrum bæjarstjóri Vesturbyggðar og Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdarstýra Jafnréttisstofu. Einnig er Páll Björgvin Guðmundsson, fyrrum bæjarstjóri Fjarðabyggðar meðal umsækjenda. Þá er Guðmundur Steingrímsson, fyrrum alþingismaður og stofnandi og formaður Bjartrar framtíðar, einn af þeim sem sækist eftir starfinu.

Meirihlutinn samanstendur af L-listanum, Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, sem ákvað að auglýsa eftirnýjum bæjarstjóra, í stað Eiríks Björns Björgvinssonar, sem ákvað að gefa ekki kost á sér áfram, en hann hefur setið síðan 2010.

 

Nöfn umsækjenda í stafrófsröð eru þessi:

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri

Árni Helgason, löggiltur fasteignasali

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri

Brynja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Davíð Stefánsson, framkvæmdastjóri

Eiríkur H. Hauksson, sveitarstjóri

Eva Reykjalín Elvarsdóttir, þjónustufulltrúi

Finnur Yngvi Kristinsson, hótelstjóri

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Guðmundur Steingrímsson, ritstjóri

Gunnar Kristjánsson, verkefnastjóri

Jón Hrói Finnsson, sviðsstjóri

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri

Linda Björk Hávarðardóttir, framkvæmdastjóri

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, framkvæmdastjóri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“