Eyjan

Myndavélaeftirlit til varnar brottkasti og framhjáafla

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 17:16

Smábátahöfnin í Bolungarvík. Samsett mynd-DV.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi. Meginmarkmið meðfylgjandi frumvarps er að skapa traust til sjávarútvegsins með notkun á nýjustu tækni við eftirlit með vigtun, brottkasti og framhjáafla. Frumvarpið er þannig uppbyggt að það tekur til allra fiskihafna, vigtunarleyfishafa og allra skipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni, segir í tilkynningu.

Nokkur reynsla er komin af myndavélaeftirliti erlendis og er sú reynsla sögð góð. Verði frumvarpið að lögum yrði Ísland í fremstu röð á þessu sviði sökum þess hve gildissvið þess er víðtækt.

6. gr. laganna verður svohljóðandi:

„Allur afli skal veginn á hafnarvog í löndunarhöfn þegar við löndun. Vigtun afla skal framkvæmd með löggiltri vog af starfsmanni, sem hlotið hefur til þess löggildingu og skal hver fisktegund vegin sérstaklega. Í löndunarhöfn skal vera til staðar virkt, rafrænt vöktunarkerfi myndavéla, sem fylgist með löndun, flutningi og vigtun afla á hafnarvog. Að vigtun lokinni, skal niðurstaða vigtunar á hafnarvog send Fiskistofu án tafar með rafrænum hætti. Í undantekningartilvikum er Fiskistofu heimilt að veita undanþágu frá kröfum um virkt, rafrænt vöktunarkerfi, ef nauðsynlegt er til að ljúka framkvæmd löndunar eða vigtunar. Fiskistofa getur bannað löndun sjávarafla í einstökum höfnum sem ekki fullnægja kröfum laga og stjórnvaldsfyrirmæla. Ráðherra skal setja reglugerð þar sem fram koma þær kröfur sem hafnir skulu uppfylla vegna vigtunar afla.“

Frumvarpið hefur að geyma nokkur atriði sem snúa að öðru en myndavélaeftirliti og má þar helst nefna að lögð er til föst ísprósenta fyrir afla allra dagróðrabáta.

Nokkur kostnaður mun fylgja samþykkt frumvarpsins vegna þess tæknibúnaðar sem þarf. Það er þó þannig að margir aðilar í útgerð og vinnslu búa nú þegar yfir eigin myndavélakerfum sem hægt er að nýta. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru eingöngu 15 hafnir sem eru ekki með myndavélakerfi svo það sama ætti að gilda þar. Mögulegt er þó að auka þurfi við tækjabúnað eða endurnýja ef hann er ekki af þeim gæðum sem að krafist er.  Mikilvægt er að benda á að frumvarpið tekur tillit til ákvæða laga um persónuvernd.

Frumvarpsdrögin eru á Samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. ágúst. Einnig er hægt að senda inn umsagnir á póstfangið postur@anr.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“