fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Forstjórar ósáttir við kjararáð og heimta meiri hækkun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 08:27

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga og settur framkvæmdarstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, er einn þeirra 48 forstjóra sem fengu launahækkun frá kjararáði í fyrradag. Eru laun hans nú 866,128 þúsund krónur á mánuði, plús 15 fastar yfirvinnueiningar, en ein eining reiknast sem 9,572 krónur, eða 143,580 krónur alls í tilfelli Magnúsar.

Magnúsi finnst þetta ekki nægileg hækkun:

„Mér finnst ekki mikill sómi að þessari niðurstöðu. Lögin um kjararáð tilgreina að ákvörðun skuli taka mið af launaþróun í landinu og hjá sambærilegum hópum. Hún hefur verið mun meiri en þrjú prósent,“

segir Magnús við Fréttablaðið.

Þá er haft eftir Gissuri Péturssyni, formanns Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) að ekki hafi allir forstjórar fengið svar við sínum erindum hjá kjararáði, sem lagt var niður um mánaðarmótin.

„Það er allt með miklum ólíkindum í kringum þetta sáluga ráð. En ég ætla að í það minnsta þeir sem ekkert svar hafa fengið séu mjög ósáttir. Þessi afgreiðsla er mjög almenn og allur pakkinn tekinn í heilu lagi. Hver og einn forstöðumaður er að leggja fram rök fyrir sínu máli en svo er öllum erindunum safnað saman og svarað á einu bretti. Ég er raunar mest hissa á að þeim hafi verið svarað, ég hafði gefið upp alla von.“

Þá er haft eftir Henný Hinz, lögfræðingi hjá ASÍ, í Morgunblaðinu í gær, að úrskurður kjararáðs sé „óvenjulegur“ þar sem skorti allan rökstuðning fyrir hækkunum þess.

„Það er eins og verið sé að klára þann stafla sem eft­ir varð þegar leggja átti ráðið niður. Þetta er mjög vond stjórn­sýsla.“

Laun forstjóranna 48 sem kjararáð úrskurðaði um voru á bilinu 900- 1200 þúsund krónur á mánuði. Hinsvegar var þeim öllum úthlutuð mismikið af föstum yfirvinnueiningum. Í sumum tilfellum voru einingarnar það margar, að þær hækkuðu launin um allt að helming.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega