fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ásmundur útskýrir Facebookfærslu sína: „Textinn þarna var fyrir neðan allar hellur og móðgandi við konur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 15:48

Ásmundur Friðriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti inn færslu á Facebook í dag sem vakti nokkra athygli. Birti hann mynd af forsíðu Fréttablaðsins, sem skartaði mynd af óléttri konu halda á mótmælaskilti, með orðunum „Helvítis fokking fæðingar“.

Af því tilefni skrifaði Ásmundur að „Ljótleiki kjarabaráttunnar“  ætti sér „engin takmörk“. Fékk Ásmundur bágt fyrir þetta í athugasemdarkerfinu, þar sem ljósmæður njóta mikilllar samstöðu og velvilja almennings í kjarabaráttu þeirra við ríkið.

Ingimar Karl Helgason, samskiptastjóri Öryrkjabandalagsins hæddist að færslu Ásmundar og skrifaði:

„Ljótleiki sjálftökunnar á sér engin takmörk.“

Þá skrifaði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata:

„Þú sem talar fyrir bættum kjörum eldri borgara en greiðir atkvæði gegn þeim. Takk fyrir að vera þú og sýna svo skýrt og greinilega hvað er að í íslenskum stjórnmálum. Vona að þér vegni vel í framtíðinni, bara á einhverjum öðrum vettvangi. /passive agressive“.

Tók færsluna út

Ásmundur tók færsluna út en í samtali við Eyjuna sagði hann það vegna ljótra athugasemda. Tilefni færslunnar sagði hann vera þá að honum hafi blöskrað orðalagið á skiltinu í Fréttablaðinu:

„Mér fannst þetta óviðeigandi mynd í Fréttablaðinu. Textinn þarna var fyrir neðan allar hellur og móðgandi við konur.“

Aðspurður hvort hann styddi kjarabaraáttu ljósnmæðra sagði Ásmundur:

„Ég bara legg mikla áherslu á að þessu máli ljúki sem fyrst. Ég er ekki að gagnrýna þessa deilu eða neitt slíkt, ég er bara að gagnrýna þetta orðalag. Það hafa komið til mín konur sem geta ekki átt börn og voru slegnar yfir þessu.“

 

Skjáskot Stundarinnar af færslu Ásmundar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega