fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kolbeinn um „ruslflokks“ ummæli Brynjars: „Þingmenn bera mikla ábyrgð og ættu að mínu mati að huga oftar að þeirri ábyrgð.“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 11:08

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður, tekur upp hanskann fyrir fjölmiðla á Facebooksíðu sinni í dag, en í gær vöktu athygli ummæli Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er hann sagði íslenska fjölmiðla flesta í „ruslflokki“.

Kolbeinn, sem sjálfur er fyrrum blaðamaður, segir að þingmenn beri mikla ábyrgð og þurfi því að gæta að orðum sínum:

„Þingmenn bera mikla ábyrgð og ættu að mínu mati að huga oftar að þeirri ábyrgð. Við erum hluti af því kerfi lýðræðis sem ríkir á Íslandi og það eru fjölmiðlar líka. Þess vegna verða þingmenn að gæta sérstaklega að orðum sínum þegar að fjölmiðlum kemur. (Raunar finnst mér að við mættum öll gæta oftar að orðum okkar.) Fjölmiðlar eru ekki hafnir yfir gagnrýni, en sú gagnrýni skal þá vera rökstudd með dæmum – ekki sleggjudómar. Því með þeim er sleggjan reidd til höggs að lýðræðislegu hlutverki fjölmiðla, sem er einmitt að veita okkur þingmönnum og stjórnvöldum aðhald.“

Hann segir það hættulegt að dæma ástand fjölmiðla eftir einstaka fréttum:

 „Nú er ég þingmaður. Oft sé ég eitthvað í fjölmiðlum sem ég er ósammála og stundum misferst eitthvað í fréttum. Það er eðlilegt. Að taka það sem eitthvað dæmi um ástand fjölmiðla almennt er ekki bara galið, það er beinlínis hættulegt. Þetta höfum við séð æ oftar undanfarin ár, því miður. Heilu fjölmiðlarnir eru sagðir svona eða hinsegin, grafið er undan trúverðugleika þeirra, og svo fjölmiðlar í heild sinni talaðir niður.“

Kolbeinn rifjar einnig upp tíma sinn á Fréttablaðinu, þegar hann var uppnefndur Baugspenni:

„Ég vann lengi á fjölmiðlum og lengst á Fréttablaðinu. Sem blaðamaður þar mátti ég sitja undir alls kyns uppnefnum um mig og félaga mína á ritstjórninni. Baugspennar var algengast, Húskarlahornið var einn dálkur í blaðinu kallaður og þannig gefið í skyn að í hann skrifuðu aðeins húskarlar Jóns Ásgeirs. Ég varð líka fyrir því að Jón Ásgeir skrifaði um mín skrif og kallaði kranablaðamennsku. Þingmenn og ráðherrar uppnefndu skrifin og a.m.k. í tvígang var blaði með forsíðufrétt eftir mig veifað í pontu Alþingis og hraunað yfir skrifin og blaðið um leið. Hægrimenn sögðu blaðið vinstrisinnað og vinstrimenn sögðu það hægrisinnað.

Þegar ég ræddi þetta við fólk, tilgreindi mig og ýmsa félaga á ritstjórninni – ertu að tala um mig, þennan, þessa? – þá fjaraði þetta gjarnan út. Fyrir mörgum varð ritstjórnin nefnilega einhvers konar lífræn heild sem hægt var að finna allt til foráttu, en þegar bent var á að hún væri samsafn einstaklinga fannst mér oft lítið verða úr þessu. Því eitt er að gagnrýna mig sem blaðamann, annað að heimfæra það á heila ritstjórn, hvað þá fjölmiðla í heild.

Ég var ekki óskeikull blaðamaður, en það sem sú gagnrýni sem ég hef vísað til hér á sammerkt er að hún snerist ekki um staðreyndavillur eða mistök. Fólki mislíkaði að ég hefði skrifað um eitthvað eða hvernig ég gerði það, án þess að hægt væri að benda á villur. (Og jú, ég gerði stundum villur og leiðrétti þá.)“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn