fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

„Sjálfur tel ég fjölmiðla veikasta hlekkinn í íslensku samfélagi. Eiginlega í ruslflokki“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 13:54

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,  vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar í nýjasta pistli sínum á Facebook. Hann segir þá stunda meiri pólitík heldur en flesta stjórnmálamenn:

 „Ýmsir aðrir en kjörnir fulltrúar hafa völd og áhrif í íslensku samfélagi. Þar má nefna auðvitað fjölmiðla og fjölmiðlamenn. Sumir fjölmiðlar trúa að þeir séu hlutlaus upplýsingaveita og jafnvel á vegum almennings eins og þeir halda sem staðsettir er í Efstaleitinu. Hið sanna er að þeir stunda flestir meiri pólitík en stjórnmálamenn. Það segir kannski ekki mikið því flestir stjórnmálamenn eru hættir í pólitík og hafa eiginlega breyst í teknókrata. Því eru þeir að færa allt vald til umboðslausra „sérfræðinga eða fagfólks“ og fela jafnvel einhverjum hagsmunasamtökum úti í bæ að velja þetta fagfólk. Og það skrítna er að sumum finnst þetta lýðræðislegt.“

Brynjar viðurkennir þó að fjölmiðlar séu afar mikilvægir til að miðla upplýsingum og veita aðhald, en flestir séu þeir þó í „ruslflokki“:

„Fjölmiðlar eru afar mikilvægir í frjálsum lýðræðisríkjum til að miðla upplýsingum og veita þeim aðhald sem fara með hið formlega vald. Stundum er sagt að íslenskir stjórnmálamenn séu slappir og embættismannakerfið lítið skárra. Kannski er eitthvað til í því en sjálfur tel ég fjölmiðla veikasta hlekkinn í íslensku samfélagi. Eiginlega í ruslflokki eins og þeir segja hjá matsfyrirtækjunum.“

Brynjar fær aðeins á baukinn fyrir innleggið sitt í athugasemdarkerfinu. Þar er sagt að það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að ráðast á fjölmiðla:

„Stjórnmálamenn eru þeir einu í samfélaginu sem ekki mega ráðast á fjölmiðla – vegna þess frelsis sem nauðsynlegt er að þeir (fjölmiðlarnir) hafi til þess að þeir starfi sjálfstætt. Stjórnmálamenn mega ekki veita þeim þrýsting á nokkurn hátt – slíkt er Erdógan- eða Pútín-legt og ber að mínu mati vott um að menn skilja ekki undirstöður lýðræðisins.“

Brynjar spyr þá hvort fjölmiðlar séu undanþegnir gagnrýni. Honum er svarað sem svo, að nei það séu þeir ekki, en stjórnmálamenn verði að skilja stöðu sína:

„Þú setur lög, m.a. um fjölmiðla og eftirlit með fjölmiðlum – en þú ert ekki á bakinu á þeim. Vegna sérstöðu þeirra og þinnar. Það er verulega sótt að frelsi fjölmiðla um allan heim og ástæða til þess að verja þá fyrir stjórnmálunum.“

Í annarri athugasemd kemur fram að:

„Óábyrg gagnrýni stjórnmálamanna á fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum kostaði nokkra fjölmiðlamenn lífið af hvítum hryðjuverkamanni í síðustu viku. Stjórnmálamönnum ber sú ábyrgð að byggja ekki orðræðu sína á hatri í garð fjölmiðlastéttarinnar. Brynjar er ekki kominn á hatursorðræðustigið en hann má vanda orð sín betur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun