fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

Loks smá réttlæti fyrir Victor Jara – en fólið Pinochet slapp

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 23:57

Maður getur sagt – loksins!

Mín kynslóð ólst upp við að lesa ljóð eftir Pablo Neruda og hlusta á söngva Victors Jara. Þeir voru báðir frá Chile og þeir voru báðir myrtir af herforingjastjórn fólsins Pinochets.

Báðir? Það er talið nær öruggt að eitrað hafi verið fyrir Neruda, sem var frægasta ljóðskáld heims þegar hann dó 1973, stuttu eftir valdarán herforingjanna. En það hefur alltaf verið vitað að Victor Jara var pyntaður og myrtur, fingur hans brotnir og hann barinn til óbóta á leikvangnum í Santiago sem var notaður sem fangabúðir og hann og loks skotinn með 44 kúlum. Lík Jara var grafið upp 2009 og það rannsakað.

Nú, 45 árum síðar, hafa átta liðsforingjar úr her Chile verið dæmdir fyrir morðið á Victor Jara. Fangelsisdómar þeirra hljóða upp á 15 ár og 1 dag.

En því miður var Pinochet aldrei dæmdur. Hann var handtekinn og settur í stofufangelsi í Englandi um tíma, en Margaret Thatcher og George W. Bush báðu þessum gamla félaga sínum griða og honum var sleppt.

Þetta er frægasta lag Victors Jara. Ég man þig Amanda. Ljóðið um stúlku sem bíður eftir unnusta sínum þegar flauta verksmiðjunnar gellur.

Þetta er frá skelfingartíma í Suður-Ameríku þegar herforingjastjórnir og fasistar voru víða við völd í álfuunni og Bandaríkin gátu ekki látið neinar tilraunir til að breyta hlutunum í friði. En um leið var þetta tími þegar menning frá Suður-Ameríku gerði víðreist um heiminn og vakti aðdáun. Ekki bara Neruda og Jara, heldur líka Gabriel Garcia Marquez, Julio Cortazar, Jorge Luis Borges, Octavio Paz – sjálfur ætlaði ég að læra spænsku til að geta meðtekið þetta allt, en þá vildi svo til að ég lenti á frönskunámskeiði í staðinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum