fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Jónas og Spánarferðin

Egill Helgason
Laugardaginn 30. júní 2018 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég vann aldrei fyrir Jónas Kristjánsson. Kannski sem betur fer. Ég er ekkert viss um að við hefðum átt skap saman á þeim vettvangi. En almennt tel ég mig ekki hafa lært mikið af íslenskum blaðamönnum og blaðamennsku. Jónas og örfáir aðrir eru undantekning. Það var á við blaðamannaskóla að lesa leiðarana hans árum saman – í Vísi, svo Dagblaðinu, svo DV og á netinu.

Ekki það að ég væri alltaf sammála Jónasi. Alls ekki. En þegar honum tókst vel upp var greining hans á samfélagsmálum og pólitík svo hárbeitt að annað eins þekktist ekki. Hann hóf stílvopnið á loft og fór beint inn að miðju.

Ég viðurkenni að ég bar lengi nánast óttablandna virðingu fyrir Jónasi. Við vorum ágætlega málkunnugir, en ég varð hálf kjaftstopp í návist hans.  Svo fór hann, eftirlaunamaðurinn, að venja komur sínar í lítið kaffifélag sem er virkt á Skólavörðustíg á morgnana og kallast stundum Kaffistéttin. Helst alla virka daga. Jónas fór að mæta í  þennan hóp og varð fljótt kærkominn gestur. (Ljósmyndin er tekin fyrir fáum misserum á Skólavörðustígnum, þetta er hluti úr mynd sem Golli tók – ég vona að hann fyrirgefi mér að nota hana svona, hárbrúskurinn til vinstri á myndinni er greinarhöfundur.)

Jónas mundi langt aftur, var aðeins farinn að gleyma nöfnum samt – gat með einni skarpri athugasemd algjörlega breytt umræðunni eða rammað hana inn. Og svo var það þannig með Jónas að hægt var að tala um hérumbil allt við hann – hann var ekki fagidjót sem var bara fastur í pólítísku þrasi. Hann var frægur fyrir hörkuna á ritvelllinum, og sem ritstjóri var hann ekki lamb að leika sér við, en þarna birtist hann okkur, fólki á öllum aldri og með alls kyns skoðanir, sem þægilegur og skemmtilegur vinur.

Jónas talaði mikið um það seinustu misserin að sig langaði að flytja til Spánar. Hann átti þann draum að búa í spænskri borg og fara út á morgnana og drekka kaffið innan um spænska karla. Hann taldi að sem flestir íslenskir eftirlaunaþegar ættu að flytja. Við pældum heilmikið í þessu með honum.

Nú er ég einhvern veginn að vona að Jónas sé farinn í sína Spánarferð.

Vertu kært kvaddur þangað eða annað, félagi. Við eigum eftir að sakna þín á stéttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma