Eyjan

Ísland sett í 24. sæti á mjög skemmtilegu heimsmeistaramóti, en er möguleiki að árangurinn verði endurtekinn?

Egill Helgason
Laugardaginn 30. júní 2018 09:02

ROSTOV-ON-DON, RUSSIA - JUNE 26: Gylfi Sigurdsson of Iceland tackles Mateo Kovacic of Croatia as Aron Gunnarsson looks on during the 2018 FIFA World Cup Russia group D match between Iceland and Croatia at Rostov Arena on June 26, 2018 in Rostov-on-Don, Russia. (Photo by Clive Brunskill/Getty Images)

Guardian setur Ísland í 24. sæti yfir liðin sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta. Blaðið segir að Ísland hafi verið komið í umhverfi sem reyndist þeim erfitt, en þeir hafi þó ekki verið yfirspilaðir í hinum feikierfiða D-riðli og hafi barist allt fram í uppbótatíma síðasta leiksins. Hápunkturinn hafi verið jafnteflið gegn Argentínu, en það sem hafi verið banabiti þeirra hafi verið slappur seinni hálfleikur gegn Nígeríu. Nú, þegar Heimir Hallgrímsson sé að íhuga framtíð sína með liðinu, verði ekki tæplega auðvelt fyrir Íslendinga að endurtaka þennan árangur.

Guardian, sem hefur verið með afar sanngjarna og góða umfjöllun frá mótinu – með framúrskarandi íþróttafréttamann sem heitir Barney Ronay fremstan  – hrósar riðlakeppninni í hástert, segir að hún hafi verið afar skemmtileg, það sé mikið af mörkum og margar góðar og dramatískar sögur hafi orðið til. Keppnin sé vel skipulögð og gott andrúmsloft í kringum hana í Rússlandi. Tal um rússneskar fótboltabullur sem ættu að bíða erlendra gesta með hnúajárn hafi reynst vera fjarstæða; þvert á móti hafi Rússar sett upp sparisvipinn.

Blaðið telur svo að Brasilía hafi reynst vera með sterkasta liðið í riðlakeppninni, það hafi fyrst og fremst birst í leiknum gegn Serbíu. Króatía er sett í 2. sætið og sagt að þeir hafi siglt á mjög skipulagðan hátt í gegnum erfiðasta riðilinn – Króata megi kalla lið mótsins hingað til. Belgía er svo í 3. sæti og Uruguay í 4. sætinu.

Lökustu liðin eru að mati Guardian Saudi-Arabía, Egyptaland og Panama sem lendir í neðsta sætinu.

Belgía hefur skorað flest mörk, eða 9. Uruguay á ennþá eftir að fá á sig mark. Argentínumaðurinn Javier Mascherano hefur brotið oftast á sér. Oftast hefur verið dæmd hendi á Lionel Messi og Nígeríumanninn Victor Moses. Það er svo sjálfur Christiano Ronaldo sem hefur mælst á mestum hlaupahraða í keppninni, 34 kílómetrum á klukkustund.

Króatíski miðjumaðurinn Luca Modric er sagður vera besti leikmaður keppninnar hingað til. Þjóðverjar áttu fleiri skot að marki en önnur lið, en duttu samt út. Spánverjar með sinn leikstíl eiga flestar sendingar innan liðs. Það hefur verið mikið af vítaspyrnum, 28 talsins – myndbandsdómgæsla kemur þar nokkuð við sögu. Guardian óttast að úrslit margra leikja  sem eftir eru muni ráðast í vítaspyrnukeppnum – að sum lið muni beinlínis spila upp á það.

Leikaraskapurinn er full mikill, margir láta sig detta og þykjast vera mjög slasaðir. Það þurfi að taka harðar á því.Og svo er barátta milli tveggja aðferða í fótbolta, annars vegar þeirrar að halda boltanum og leika honum innan liðs og hins vegar þeirrar að verjast og beita skyndisóknum. En þegar líði á mótið og leikmenn þreytast sé líklegt að liðin sem kunna að halda boltanum blómstri.

Síðari aðferðin hefur gefist ágætlega fyrir mörg lið – þannig spila til dæmis Íslendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum
Eyjan
Í gær

Segir Bjarna Ben hafa verið þátttakanda í „sviðssetningu“ kínverska kommúnistaflokksins

Segir Bjarna Ben hafa verið þátttakanda í „sviðssetningu“ kínverska kommúnistaflokksins
Eyjan
Í gær

Bullað um Danmörku og sósíalismann

Bullað um Danmörku og sósíalismann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sturla Böðvarsson brjálaður út í borgina fyrir „virðingarleysi“ og „skemmdarverk“ – Segir listaverk vera „forljótan grjóthnullung“ staðsett Alþingi til „háðungar“

Sturla Böðvarsson brjálaður út í borgina fyrir „virðingarleysi“ og „skemmdarverk“ – Segir listaverk vera „forljótan grjóthnullung“ staðsett Alþingi til „háðungar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á tímasetningu skólasetningar grunnskóla: „Foreldrar eru löngu búnir með öll frí fyrir árið“

Furðar sig á tímasetningu skólasetningar grunnskóla: „Foreldrar eru löngu búnir með öll frí fyrir árið“