Eyjan

Pópúlisminn sem dagskrárstjóri hinnar pólitísku umræðu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. júní 2018 22:15

Ég hef velt fyrir mér tveimur töflum með tölulegum upplýsingum í dag. Annars vegar því sem birtist hér að ofan. Þetta er fjöldi hælisleitenda í Þýskalandi undanfarin ár. Eins og sést hefur þeim snarfækkað. Flóttafóki sem reynir að komast yfir Miðjarðarhaf hefur líka fækkað mikið. Samt ríkir nánast móðursýkiskennt ástand í Evrópu vegna flóttamanna – og undir hýsteríuna kyndir Donald Trump og í bakgrunni sést skugginn af Vladimir Pútín.

Ríkisstjórnir sem hafna frjálslyndu lýðræði hafa komist til valda í álfunni, þar er gert út á andúð við flóttamenn – það er merkilegt að þarna eru í fremstu röð Pólland og Ungverjaland. Venjan er sú að miklu fleira fólk flytur frá þeim löndum en reyna að komast inn.

Annars var það bókmenntamaðurinn Halldór Guðmundsson sem birti grafið og meðfylgjandi var þessi texti:

Ríkisstjórn Þýskalands er við það að splundrast og Evrópusambandið í djúpum tilvistarvanda vegna ágreinings um framkomu gagnvart flóttafólki. Samt hefur flóttamönnum til Evrópu snarfækkað frá því bylgjan reist hæst 2015. Hægripópúlisminn er orðinn dagskrárstjóri hinnar pólitísku umræðu, og hann er sem kunnugt er óháður staðreyndum.

Svo er það taflan hérna fyrir neðan, hana sendi mér Gísli Jökull Gíslason lögreglumaður. Það mætti halda á þjóðfélagsumræðunni að við lifum á skelfilegum tímum, að allt sé í voða í veröldinni, þannig er umræðan í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Á þessari tilfinningu nærist pópúlisminn bæði til hægri og vinstri.

Maður veltir reyndar fyrir sér hvaða hlut samskiptamiðlar eiga í þessu. Þeir eru geysilega áhrifamiklir og þar hefur orðið til einhvers konar allsherjarorgía fordóma, fáfræði og sleggjudóma.

Því staðreyndirnar eru allt aðrar. Hvers vegna er til dæmis svo margt fólk að ferðast í heiminum – það hefur aldrei verið nokkurn tíma verið fleira? Það er vegna þess að við lifum á friðsömum tímum og velsæld hefur aldrei verið meiri. Gríðarlegur fjöldi jarðarbúa hefur risið úr fátækt á síðustu áratugum.

Taflan sýnir mannfall í átökum árið 2017, þau tíu svæði þar sem mannfallið var mest þetta ár. Það sem vekur athygli er að þetta er meira og minna allt innanlandsófriður og borgarastríð. Sýrland er efst, eins og vænta mátti, en undarlegt að sjá Mexíkó næst en þar er mikil skálmöld vegna fíkniefna. En það er engin stórstyrjöld milli ríkja í heiminum – og varla nein minni stríð heldur.

Eins og Gísli skýrði út fyrir mér jafngildir allur þessi listi 4 dögum í seinni heimsstyrjöldinni eða 1/6 af Vietnamstríðinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum