Eyjan

Draugagangur hjá Vegagerðinni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. júní 2018 09:22

Það var á fyrri hluta sjöunda áratugarins að bílaskipulagið mikla í Reykjavík leit dagsins ljós Samt áttu ekki margir bíla í þá daga. Það var til dæmis óþekkt að námsmenn færu á bílum í skólann. Við sjáum myndir frá þessum tíma, það er búið að leggja akbrautirnar, þær eru beinar og breiðar, en hálftómar. Bílarnir eru varla komnir. Göturnar bíða eftir því að taka á móti þeim.

Þannig var það pólitísk ákvörðun að Reykjavík yrði bílaborg, vissulega í samræmi við tíðarandann, en það var samt ekkert óhjákvæmilegt við þetta.

Síðar hafa menn reynt að vinda aðeins ofan af bílaskipulaginu, en það gengur ekki vel. Íslendingar virðast hafa talið sjálfum sér trú um að þeir geti ekki farið spönn frá rassi án þess að vera í bíl. Umferðarmannvirki taka gríðarlegt pláss í borgarlandinu, ekki bara götur og vegir og gatnamót, heldur líka allt rýmið sem fer undir bílastæði.

Bifreiðaskipulagið hefur miðað við stórar stofnbrautir sem hafa í kringum sig það sem kallast „helgunarsvæði“ – þetta þýðir að ekki eru byggð hús á stórum ræmum meðfram götunum. Þar er enn meiri sóun á landi.

Þessu verður ekki breytt í einu vetfangi, engum dettur það í hug. En afleiðingin af þessu eilífur akstur út um hvippinn og hvappinn, fjölskyldur sem þurfa helst að eiga tvo bíla, bílar fyrir unglinga – allt þarf að fara á bíl, í skóla, vinnu, verslun, þjónustu, afþreyingu, út í sjoppu. Það er eiginlega bara þegar fólk ætlar að rækta heilsuna að það stígur út úr bílnum.

Þessu verður ekki breytt í einu vetfangi. En hvarvetna sem við litumst um í borgum í heiminum sjáum við að reynt er að takmarka akstur einkabíla. Það er í nafni umhverfisins, hagkvæmni, hollustu, tímasóunar, lífs og náttúrugæða.

Aðalskipulag Reykjavíkur sem nú er í gildi og var samið með atbeina allra flokka tekur á þessu og líka Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem gildir til 2040.

En svo er stofnun sem heitir Vegagerð ríkisins og togar í allt aðra átt. Þar virðast enn ríkja sjónarmið sem eru orðin skelfing gamaldags, eins og draugagangur úr gamla bílaskipulaginu. Vegagerðin hefur kunngjört að hún vilji setja niður tugi mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu.

Þorvaldur Sverrisson lýsir þessari stefnu ágætlega í færslu sem hann birtir á Facebook. Hann segir um mislægu gatnamótin:

Þau er hluti af ákaflega fornfálegri hugmyndafræði Vegagerðar ríkisins, sem rekur eigin stefnu í skipulagsmálum að mestu óháð helstu hugmyndum fagfólks um þau mál. Mislæg gatnamót eru lykilþáttur í þeirri stefnu að safna allri umferð á örfáar stofnbrautir en gera umferð um smærri götur torvelda á móti. Þetta er gamla eyja-kenningin um borgina, sem allt vitiborið fólk lagði af fyrir mörgum áratugum en lifir góðu lífi hjá Vegagerðinni, sem lítur á það sem meginhlutverk sitt að skera þéttbýli í hæfilega búta með ofvöxnum umferðaræðum. Stefnan hefur gefist hræðilega illa á allan hátt. 

 

Þarna má sjá Hringbrautina eins og hún leit út þegar beðið var eftir því að bílaumferðin myndi aukast. Þetta er úr bókinni Reykjavík á tímamótum sem var ritstýrt af Bjarna Reynarssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“

Mynd dagsins: „Nú erum við í góðum málum, tra la la la la“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni

Skiptar skoðanir útgerðarmanna og sjómanna um fyrirhugað myndavélaeftirlit Fiskistofu – Mikill ávinningur sjómanna af slíku eftirliti en minni hjá útgerðinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi

Sigmundur um skipulagsmál borgarinnar: „Ásóknin í fermetra ræður för og virðist engin takmörk sett“ – Segir umsátur um Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“

„Mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum