fbpx
Föstudagur 18.janúar 2019
Eyjan

Gamanþættir um olíusjóðinn norska

Egill Helgason
Mánudaginn 25. júní 2018 22:19

Kunningi minn, þekktur norskur kvikmyndaleikstjóri sem heitir Harald Zwart, vinnur nú að gerð þátta um norska olíusjóðinn. Oljefondet heita þættirnir einfaldlega og verða líklega sýndir á næsta ári. En nei, þetta eru ekki heimildaþættir eða Netflix-þættir um viðskiptafléttur, heldur gamanþættir.

Það kemur kannski einhverjum á óvart. Hvað er fyndið við norska olíusjóðinn?

Jú, þar eru ofboðslega mikilir peningar. Á hverjum degi bætast við meiri peningar sem þarf að ráðstafa einhvern veginn. Láta þá ávaxtast. Upphæðirnar eru slíkar að maður getur varla skilið þær. En svo eru líka reglur um að norski olíusjóðurinn megi ekki fjárfesta í hverju sem er, ekki starfsemi sem er ósiðleg eða óheiðarleg – og svo eru fjárfestingarnar erlendis, ekki í Noregi, annars er talið að allir þessir fjármunir myndu gera mikinn óskunda í norska hagkerfinu.

Olíusjóðurinn er náttúrlega stórmerkilegt fyrirbæri, ekki bara vegna þess hvað Norðmenn eru ríkir, heldur einkum sökum þess hvernig sameiginleg auðlind þjóðar er nýtt þarna. Auðlindirnar voru ekki afhentar einkaaðilum, heldur nýttar í þágu þjóðarinnar allrar – með þessum afleiðingum. Það er stór munur á því hvernig Norðmenn og Bretar hafa farið með Norðursjávarolíuna sína.

Svo spyr maður – væri hægt að gera fyndna þætti um íslensku lífeyrissjóðina. Þeir eru það sem við eigum sem kemst næst olíusjóðnum. Reyndar óttalegir smáaurar í þeim miðað mið hann. En her manna að reyna að ávaxta fé lífeyrissjóðanna – með afar misjöfnum árangri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ – Mikill verðmunur milli sveitarfélaga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum