Eyjan

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 25. júní 2018 10:30

Oddný G. Harðardóttir

Alþingismenn eru komnir í sumarfrí og það eina sem huggar þjóðina er eitthvað knattspyrnumót í Rússlandi. Á heimasíðu Alþingis má nálgast atkvæðaskrá þingmanna frá því að þingið tók til starfa undir lok síðasta árs og þangað til sumarfríið skall á. Þar má sjá hvernig atkvæði þingmanna féllu, hvort þeir sátu hjá eða hreinlega skrópuðu í atkvæðagreiðsluna. Alls voru atkvæði greidd í 708 málum og gekk yfirgnæfandi meirihluti þeirra í gegn. Hafa ber í hug að margar tillögurnar eru í raun einföld smáatriði sem renna í gegn en síðan er það í stóru málunum sem ríkisstjórnin fylkir iðulega saman liði og knýr vilja sinn í gegn. Þá er dýrt að vera fjarverandi við afgreiðslu fjárlaga því ógrynni atkvæðagreiðslna er í kringum þá vinnu og því hlaðast inn fjarvistir í atkvæðaskrá þingmanna.

Stjórnarandstaða

Jákvæðasti þingmaðurinn

Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, er jákvæðasti þingmaður stjórnarandstöðunnar. Í 708 atkvæðagreiðslum hefur hún 607 sinnum samþykkt tillöguna eða í 86% tilvika.

Aðrir mjög jákvæðir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, sem hafa 592 og 587 sinnum veitt samþykki sitt sem og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem hefur 591 sinni sagt „já“.

Oddný G. Harðardóttir.

Sá sem hefur sjaldnas sagt „já“, af þeim sem hafa átt að mæta í allar atkvæðagreiðslur, er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem hefur kosið jákvætt í 409 skipti eða í 58% tilvika.

Neikvæðasti þingmaðurinn

Sá þingmaður sem er oftast á móti tillögum kollega sinna, að minnsta kosti hlutfallslega, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð hefur í 39 skipti þrýst á „nei“-hnappinn í þeim 548 atkvæðagreiðslum sem hann hefur tekið þátt í. Það þýðir að hann hefur svarað neitandi í 7,1% tilvika. Næstur í röðinni er vopnabróðir hans, Bergþór Ólason, sem hefur 39 sinnum kosið á móti málum í alls 626 atkvæðagreiðslum. Það er hlutfall uppá 6,2%.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Greiddu ekki atkvæði

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sat oftast hjá í atkvæðagreiðslum eða í 15,3% tilvika. Alls sat Jón Þór hjá í 108 atkvæðagreiðslum í þeim 708 sem hann átti rétt á að kjósa í. Þessi afstaða virðist hafa verið rík meðal þingmanna Pírata því Þórhildur Sunna (13,7%) og Björn Leví (12,6%) voru skammt á eftir Jóni Þóri.

Skróparinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sá þingmaður stjórnarandstöðunnar sem missti af flestum atkvæðagreiðslunum, alls 394 af 708. Það þýðir að þingmaðurinn mætti aðeins í 44% af atkvæðagreiðslum Alþingis. Þorgerður Katrín tilkynnti fjarvistir fyrirfram í 174 skipti en í 220 skipti lét hún starfsmenn Alþingis ekki vita.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Fyrirmyndar þingmaðurinn sem mætti alltaf

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var eini þingmaðurinn sem aldrei boðaði forföll eða skrópaði í atkvæðagreiðslum á Alþingi.

 

Ríkisstjórnin

Jákvæðasti þingmaðurinn

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var jákvæðasti þingmaður ríkisstjórnarinnar. Alls samþykkti Willum, væntanlega með bros á vör, 627 tillögur af 708 mögulegum. Skammt undan voru gleðigjafarnir Bjarkey Olsen og Steingrímur J. Sigfússon með 626 og 623 jákvæð atkvæði.

Neikvæðasti þingmaðurinn

Eðli málsins samkvæmt stóð ríkisstjórnin þétt saman í mikilvægustu atkvæðagreiðslunum. Þess vegna var heill hópur þingmanna sem greiddi 77 sinnum „nei“-atkvæði. Það sem sker úr um sigurvegarann var sú staðreynd að Páll Magnússon samþykkti fæst málin, aðeins 551, og því er hann útnefndur neikvæðasti þingmaðurinn.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Missti af flestum atkvæðagreiðslunum

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var sá meðlimur ríkisstjórnarinnar sem missti af flestum atkvæðagreiðslum. Alls mætti Sigríður ekki í 275 atkvæðagreiðslur af 708. Þar með mætti ráðherrann aðeins í 61% af atkvæðagreiðslum Alþingis.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

 

Willum Þór Þórsson var jákvæðasti þingmaður ríkisstjórnarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Í gær

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Í gær

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“